Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 26

Darkest Hour Sannsögulegt
Darkest Hour
Ekkert nema sigur !
Winston Churchill var gerður að forsætisráðherra Bretlands 10 . maí 1940 , átta mánuðum eftir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar , og átti eftir að taka margar af afdrifaríkustu og erfiðustu ákvörðununum sem taka þurfti fyrir hönd þjóðarinnar .
Winston Churchill var og er enn umdeildur maður og það var þvert á vilja fráfarandi forsætisráðherra Breta , Nevilles Chamberlain og Georgs sjötta konungs , að hann var skipaður forsætisráðherra til að lægja öldurnar í breska þinginu og koma í veg fyrir stjórnarslit .
Þessi mynd Joes Wright ( Pride & Prejudice , Atonement , Anna Karenina ) gerist öll í maí 1940 og lýsir aðdraganda þess að Churchill var skipaður forsætisráðherra svo og fyrstu dögum hans í embætti , en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi . Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Frakkland og áttu síðar í mánuðinum eftir að króa Bandamenn af í Dunkirk þar sem 400 þúsund hermenn horfðu fram á að verða stráfelldir tækist ekki að ferja þá yfir Ermarsundið í tíma .
Myndin þykir frábærlega gerð og leikin og þess má geta að Gary Oldman notaði heilt ár í að undirbúa sig undir hlutverk Winstons Churchill og tileinka sér hina mörgu og sérstöku takta hans , bæði í framburði og í framkomu . Fyrir þá frábæru túlkun hlaut hann bæði Golden Globe- , BAFTA- og Óskarsverðlaunin í ár og er leikur hans einn og sér næg ástæða fyrir alla til að sjá þessa kraftmiklu mynd .

Darkest Hour Sannsögulegt

DVD
VOD 125 mín
Aðalhlutverk : Gary Oldman , Lily James , Kristin Scott Thomas , Ben Mendelsohn , Stephen Dillane , Ronald Pickup , Nicholas Jones , Samuel West , Richard Lumsden og David Schofield Leikstjórn : Joe Wright Útgefandi : Myndform
24 . maí
Við gerð myndarinnar var lögð gríðarleg áhersla á að hanna sviðsmyndir sem væru sem nákvæmastar eftirmyndir af því umhverfi sem Churchill og samtímafólk hans lifði og hrærðist í árið 1940 .
Punktar ....................................................
HHH1 / 2 - Entertainm . Weekly HHH1 / 2 - New York Magazine HHH1 / 2 - New York Post HHH1 / 2 - Variety HHH1 / 2 - IGN HHH - Empire HHH - N . Y . Times HHH - Los Angeles Times
l Fyrir utan að fá stóru kvikmyndaverðlaunin þrenn fyrir leik Garys Oldman hlaut Darkest Hour einnig bæði Óskarinn og BAFTA-verðlaunin fyrir bestu förðun ársins , auk tilnefninga fyrir búninga , sviðsetningu , kvikmyndatöku og sem besta mynd ársins 2017 .
Kristin Scott Thomas leikur eiginkonu Winstons , Clementine , en þau gengu í hjónaband árið 1908 og eignuðust fimm börn .
Veistu svarið ? Þetta var í annað sinn sem Gary Oldman hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki og fannst mörgum tími til kominn að hann eignaðist sína eigin Óskarsstyttu . En fyrir hvaða mynd var hann tilnefndur í fyrra sinnið ?
Churchill var meistari í ræðuflutningi og áttu ræður hans , bæði þær sem hann flutti í þinginu og í útvarpi , stóran þátt í að telja kjark í bresku þjóðina í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar .
26 Myndir mánaðarins
Tinker Tailor Soldier Spy .