Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla
Maria by Callas – Heiða
„ Við erum tvær , Maria og Callas “
Maria Callas er tvímælalaust þekktasta óperusöngkona sem uppi hefur verið og jafnframt ein sú dáðasta enda bjó hún yfir einstæðum sönghæfileikum og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „ gyðjan “ eða „ hin guðdómlega “. Í þessari vönduðu mynd er farið yfir feril hennar í máli og myndum og mikil áhersla lögð á að hennar eigin orð og sjónarmið komi skýrt fram .
Maria , sem lést langt um aldur fram árið 1977 , aðeins 53 ára , fór ekki í felur með að hún væri ekki sama manneskjan fyrir framan sviðsljósin og fyrir aftan þau . Annars vegar væri hún söngkonan Callas og hins vegar hin brothætta Maria sem glímdi við þunglyndi og depurð , en ástæður þess rakti hún m . a til æskuára sinna .
Í myndinni er einnig farið yfir persónlegt líf Mariu , samböndin sem hún átti í við hina ýmsu karlmenn og vinskapinn sem hún myndaði við listafólk um allan heim .
Punktar ............................................................................................ l Í myndinni koma fram margir þekktir einstaklingar og má þar nefna Vittorio De Sica , Aristotle Onassis , Pier Paolo Pasolini , Luchino Visconti og Omar Sharif .
VOD
117 mín
Heimildarmynd eftir Tom Volf um Mariu Callas , líf hennar og viðburðaríkan feril Útgef .: Myndform
Heimildarmynd
25 . maí
Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla
Nýir teiknimyndaþættir , byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir svissneska rithöfundinn Johönnu Spyri , en hún kom upphaflega út árið 1881 .
Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar . Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns , en hann er sérvitur einsetumaður , hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir . En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu , skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið .
Punktar ........................................................................................... l Þessi útgáfa inniheldur þætti 29 til 32 í seríunni en fyrri þættirnir , þættir 1 til 28 , ættu flestir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum .
VOD
87 mín
Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi : Myndform
25 . maí
Teiknimyndir Þessir nýju teiknimyndaþættir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir .
Myndir mánaðarins 29