Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 24

American Wrestler : The Wizard – Mark Felt
Láttu drauminn rætast
Sannsöguleg mynd um hinn 17 ára Írana Ali Jahani sem neyddist til að flýja heimaland sitt árið 1980 og setjast að í Bandaríkjunum . Ákveðinn í að passa inn í hið bandaríska samfélag jafnaldra sinna sem tók honum ekki vel í fyrstu ákvað hann að ganga til liðs við skólafélagið í bandarískri glímu , dyggilega studdur af kennara sínum og skólastjóranum sem hvatti hann til dáða .
Hér er á ferðinni ekta „ feel-good “ -mynd sem líkja má við The Karate Kid , nema í þessari er stuðst við sanna sögu . Myndin þykir ákaflega vel gerð í alla staði , vel leikin og skemmtileg og því er alveg óhætt að lofa að væntanlegir áhorfendur eigi eftir að hrífast af sögu hins unga Alis . Hann á að vísu við ramman reip að draga í fyrstu en á eftir að sigra hjörtu allra sem í kringum hann eru með eldmóði sínum og viljanum til að verða betri og betri í því sem hann tekur sér fyrir hendur .
Punktar ............................................................................................ l Myndin er að stórum hluta tekin upp í Casa Grande-menntaskólanum í bænum Petaluma fyrir norðan San Francisco og vestur af Sacramento .
VOD
117 mín
Aðalhl .: George Kosturos , William Fichtner , Ali Afshar og Jon Voight Leikstj .: Alex Ranarivelo Útgef .: Myndform
Afrek / Íþróttamynd
VOD
18 . maí
103 mín
Aðalhlutv .: Liam Neeson , Diane Lane , Marton Csokas og Tony Goldwyn Leikstjórn : Peter Landesman Útgefandi : Myndform
Sannsögulegt
18 . maí
Leikstjórinn Alex Ranarivelo ásamt aðalleikara myndarinnar , George Kosturos .
Maðurinn sem felldi Nixon
Innbrotið í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington í júní árið 1972 hefði sennilega ekki leitt til afsagnar Nixons forseta Bandaríkjanna ef FBI-maðurinn Mark Felt hefði ekki ákveðið að gerast leynilegur uppljóstrari blaðamannanna Bobs Woodward og Carls Bernstein hjá Washington Post , en þeir áttu mestan þátt í að fletta ofan af sannleika málsins .
Það er Liam Neeson sem leikur Mark Felt í þessari mynd leikstjórans Peters Landesman sem skrifaði einnig handritið . Um leið og Mark ákvað að hafa samband við þá Bob og Carl var hann auðvitað að leggja sjálfan sig í stórhættu enda varð flestum ljóst að blaðamennirnir nutu aðstoðar einhvers innan stjórn- og rannsóknarkerfisins sem hafði aðgang að leynilegum upplýsingum . Hve lengi gat hann leynst ?
Punktar ............................................................................................ HHH1 / 2 - S . F . Chronicle HHH1 / 2 - RogerEbert . com HHH1 / 2 - ReelViews HHH - Chicago Sun-Times HHH - Rolling Stone HHH - Hollyw . Reporter
l Eins og þeir vita sem þekkja til Watergate-málsins ákvað Mark Felt að stíga fram árið 2005 og viðurkenna að hann væri sá sem blaðamennirnir Carl Bernstein og Bob Woodward höfðu gefið dulnefnið „ Deap Throat “ við rannsókn málsins . Mark var þá orðinn 92 ára en sagan segir að hann hafi löngu áður ákveðið að taka ekki leyndarmálið með sér í gröfina . Hann lést þremur árum síðar .
l Myndin er að sjálfsögðu byggð á afar ítarlegum heimildum , ekki síst sjálfsævisögu Marks Felt sjálfs .
Mark Felt lagði sig í mikla hættu við að koma upplýsingum frá sér til Washington Post .
24 Myndir mánaðarins