Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 23

Cover Versions – Stór og Smár Fjórar sögur – einn sannleikur Kvöldið áður en rokkhljómsveitin Starfoxy á að halda sína stærstu og mikilvægustu tónleika til þessa efna fjórir meðlimir hennar, þau Jackie, Byron, Travis og Kirk, til samkvæmis sem endar með því að ein af gestunum og aðdáendum sveitarinnar finnst látin í sundlaug. Hún hefur verið myrt. Cover Versions er eftir handritshöfundinn og leikstjórann Todd Berger sem síðast sendi frá sér heimsendamyndina It’s a Disaster sem mörgum þótti mjög góð. Hér býður hann áhorfendum upp á ráðgátu með óvæntri framvindu og fléttu. Eftir að fyrrnefndur aðdáandi hljómsveitarinnar finnst látin í sundlauginni og lögreglan uppgötvar að um morð er að ræða hefjast yfirheyrslur yfir þeim sem samkvæmið sóttu, þar á meðal hljómsveitarmeðlimunum fjórum. Í ljós kemur að hvert og eitt þeirra hefur mismunandi sögu að segja af atvikum kvöldsins og það verður fljótlega alveg augljóst að a.m.k. eitt þeirra er ekki að segja sann- leikann. En hver er hann og hvað var það sem kom raunverulega fyrir hina myrtu? 87 VOD mín Aðalhlutv.: Katie Cassidy, Drake Bell, Jerry Trainor og Austin Swift Leikstjórn: Todd Berger Útgef.: Sena Morðgáta 17. maí Stór og Smár Átta nýir þættir um bestu vinina tvo Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Þættirnir um Stóran og Smáan höfða til barna á leikskólaaldri og hafa náð miklum vinsældum víða um heim. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir. Á þessari VOD-útgáfu er að finna þætti 71 til 80 um þá félaga sem eru hver öðrum frumlegri. Þess má geta að þættirnir hlutu BAFTA-verðlaunin árið 2009. VOD 85 mín Brúðumyndir með íslensku tali um félagana Stóran og Smáan og uppátæki þeirra Útgefandi: Myndform Barnaefni 18. maí Myndir mánaðarins 23