Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 27
Alien: Covenant
Forðaðu þér. Hlauptu. Feldu þig.
Geimfarið Covenant er á leið til áfangastaðar á hjara Vetrar-
brautarinnar þegar áhöfnin uppgötvar ókannaða plánetu
sem við fyrstu sýn líkist Jörðinni mjög. Ákveðið er að lenda á
plánetunni og skoða hana betur en sá könnunarleiðangur á
fljótlega eftir að breytast í baráttu áhafnarinnar fyrir lífinu.
Alien: Covenant er sjötta myndin í Alien-seríunni sem hófst með sam-
nefndri metaðsóknarmynd árið 1979. Um leið er þetta þriðja mynd
seríunnar sem Ridley Scott leikstýrir, en hann leikstýrði þeirri fyrstu
og svo þeirri síðustu, Prometheus, sem var frumsýnd 2012 og var
eins og sjálfsagt flestir muna tekin upp á Íslandi að hluta. Hér heldur
ævintýrið áfram þar sem frá var horfið og ef mið er tekið af alveg
magnaðri stiklu myndarinnar sem kom út í apríl mega áhorfendur
búast við gríðarlega spennandi atburðarás frá upphafi til enda ...
Áhöfnin á Covenant telur fjórtán manns og eitt vélmenni en fullvíst
má telja að fjórtánmenningarnir munu ekki öll lifa könnunarferðina af.
Alien: Covenant
Punktar ....................................................
Tryllir / Vísindaskáldsaga
Mikil leynd hefur hvílt yfir söguþræðinum í Alien: Covenant og
þótt búið sé að frumsýna tveggja og hálfrar mínútna stiklu úr henni
eru menn litlu nær um nokkur lykilatriði. Það helsta er sú spurning
hvort myndin tengist fyrstu Alien-myndinni beint eða hvort enn
eigi eftir að gera kafla þar á milli. Annað er tvöfalt hlutverk Micha-
els Fassbender, annars vegar sem vélmennisins Davids og hins
vegar sem vélmennisins Walters, en þau líta nákvæmlega eins út.
Þess má geta að Walter er með sína eigin vefsíðu, meetwalter.com
sem áhugasamir hafa eflaust gaman af að kynna sér. Hið þriðja er
plánetan dularfulla sjálf. Er hún upprunaleg heimkynni skrímslanna
eða eru þau landnemar þar líka eins og í fyrri myndunum? Sé svo,
fáum við þá að vita hvaðan þau komu upphaflega? Eru skrímslin
plöntur? Þessum og vafalaust mörgum öðrum spurningum verður
sennilega ekki svarað fyrr en á frumsýningardeginum 19. maí.
l
122
mín
Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Katherine Waterston, James
Franco, Danny McBride, Billy Crudup, Carmen Ejogo, Noomi Rapace
og Guy Pearce Leikstjórn: Ridley Scott Bíó: Smárabíó, Háskólabíó,
Laugarásbíó, Sambíóið Egilshöll, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó,
Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó og Bíóhöllin Akranesi
Frumsýnd 19. maí
Ridley Scott við leikstjórn á Alien: Covenant.
Veistu svarið?
Eins og þeir vita sem séð hafa fyrstu Alien-mynd-
ina sem gerð var 1979 lék Sigourney Weaver aðal-
söguhetjuna í henni, hina eitilhörðu Ripley, en við
spyrjum: Hvað hét geimskipið í þeirri mynd?
Katherine Waterstone leikur áhafnarmeðliminn Daniels sem
einna mest virðist mæða á í Alien: Covenant eftir að geim-
skipið lendir á hinni dularfullu og áður ókönnuðu plánetu.
Nostromo.
Myndir mánaðarins
27