A Few Less Men
Með líkið í lúkunum
Þegar Luke fellur fyrir björg og deyr neyðast félagar hans þrír , David , Tom og Graham , að koma líki hans til Englands upp á eigin spýtur og með sem allra minnstri fyrirhöfn . En þegar flugvélin sem þeir ferðast í hrapar niður í miðja eyðimörkina í Vestur-Ástralíu vandast málið umfram það sem þeir ráða við .
Hlutirnir líta ekki gæfulega út þegar Luke fellur fyrir björg og deyr , að vísu ekki við fallið sjálft heldur eftir það ... þið sjáið hvað gerist !
A Few Less Men Gamanmynd
Aðalhlutverk : Dacre Montgomery , Kris Marshall , Xavier Samuel , Kevin Bishop , Ryan Corr , Chloe Hurst og Deborah Mailman Leikstjórn : Mark Lamprell Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík
92 mín
Frumsýnd 17 . maí
Það muna áreiðanlega margir eftir gamanmyndinni A Few Best Men frá árinu 2011 en hún sló hressilega í gegn og sagði frá því þegar Bretarnir Luke , Tom , David og Graham fóru til Ástralíu í tilefni af brúðkaupi þess síðastnefnda og lentu í ýmsum sprenghlægilegum uppákomum , bæði á leiðinni þangað og á staðnum . Í þessari glænýju framhaldsmynd er þráðurinn tekinn upp þar sem fyrri myndin endaði og nú liggur fyrir félögunum fjórum að koma sér heim aftur .
En heimferðin byrjar ekki vel því eins og áður sagði fellur Luke fyrir björg og deyr áður en lagt er í hann . Félagar hans vilja helst skilja líkið eftir og láta einhverja aðra sjá um málið en bróðir Lukes í London verður alveg brjálaður og hótar þeim öllu illu komi þeir heim án hans . Af þeim sökum neyðast þeir Tom , David og Graham að drösla líkinu með og sjá auðvitað ekki fyrir að flugvél þeirra á eftir að hrapa niður í miðja , funheita eyðimörkina sem þess utan er heimili nokkurra sérkennilegustu karaktera sem í Ástralíu búa ...
Punktar .................................................... l Framleiðendur myndarinnar eru þeir sömu og gerðu þá fyrri en þeir stóðu einnig að annarri af fyndnustu bresku myndum síðari ára , myndinni Death at a Funeral sem sló í gegn árið 2007 .
En vandamál félaganna þriggja eru rétt að byrja því flugvélin sem þeir ferðast með hrapar niður í miðja , brennheita eyðimörk Ástralíu .
Veistu svarið ? Það eru sömu leikararnir sem fara með aðalhlutverkin í þessari mynd og þeirri fyrri , þar á meðal Kris Marshall sem sló fyrst í gegn árið 2000 í breskum gamanþáttum sem nutu m . a . talsverðra vinsælda í íslensku sjónvarpi . Hvað hétu þeir ?
Það tekur á að skröltast með lík í kistu yfir þvera eyðimörk Ástralíu en samt er það bara hátíð miðað við þau vandræði sem eru framundan .
26 Myndir mánaðarins
My Family .