Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 34

Life Vísindaskáldsaga / Tryllir
Life
Lífið finnur alltaf leið
Sex manna áhöfn alþjóðlegrar geimstöðvar tekur á móti könnunarfari sem sent var til sýnatöku á Mars og uppgötvar að í sýnunum er að finna nýtt lífsform og um leið fyrsta lífið sem menn finna utan Jarðar . En gleðin og spennan yfir uppgötvuninni breytist í skelfingu þegar í ljós kemur að þetta litla lífssýni er banvænna en nokkuð annað sem menn hafa séð .
Life er eftir leikstjórann Daniel Espinosa sem hefur sýnt og sannað með myndum sínum að þar fer leikstjóri sem fer létt með að fá áhorfendur fram á sætisbrúnina af spenningi . Hér segir hann okkur sögu sem sækir innblásturinn til myndar Ridleys Scott , Alien , en nú eru liðin 28 ár frá því að það meistaraverk var frumsýnt og stendur enn sem einhver mest spennandi mynd sem gerð hefur verið . Þeir sem kunna að meta slíka spennu ættu ekki að missa af Life sem verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á sama tíma um allan heim 24 . mars .

Life Vísindaskáldsaga / Tryllir

Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Aðalhlutverk : Jake Gyllenhaal , Ryan Reynolds , Rebecca Ferguson , Hiroyuki Sanada og Olga Dihovichnaya Leikstjórn : Daniel Espinosa Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Borgarbíó Akureyri , Selfossbíó , Króksbíó , Ísafjarðarbíó , Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi
Frumsýnd 24 . mars
Ryan Reynolds leikur Roy Adams , sem neyðist til að taka mjög erfiðar ákvarðanir þegar hlutirnir fara úr böndunum .
Punktar .................................................... l Life er þriðja myndin sem sænski leikstjórinn Daniel Espinosa gerir á ensku en þær fyrri voru Safe House sem var frumsýnd 2012 og var einmitt með Ryan Reynolds í öðru aðalhlutverkinu og Child 44 sem var frumsýnd 2015 og mörgum þótti ein af bestu myndum þess árs . Áður hafði Daniel hins vegar slegið í gegn með glæpatryllinum Snabba cash sem var með Joel Kinnaman í aðalhlutverki .
l Sagan í myndinni og handritið er eftir þá félaga Rhett Reese og Paul Wernick en þeir eiga m . a . að baki handritin að myndunum Zombieland og Deadpool . Þess má geta að næstu myndir þeirra eru einmitt Zombieland 2 og Deadpool 2 sem áætlað er að frumsýna á næsta ári .
Jake Gyllenhaal leikur vísindamanninn David Jordan í Life .
Veistu svarið ? Eins og kemur fram í kynningunni hér á síðunni sækir sagan í Life innblásturinn í meistaraverk Ridleys Scott , Alien , sem var frumsýnd árið 1979 . Í kjölfarið fylgdu þrjár framhaldsmyndir og nú er sú fimmta væntanleg í maí . Hvað heitir hún ?
Lífsformið sem áhöfnin uppgötvar að þrífst á Mars lætur lítið yfir sér í fyrstu en reynist síðan mun öflugra en nokkurn gat grunað .
34 Myndir mánaðarins
Covenant .