CHIPS Gamanmynd
CHIPS
Allt getur gerst
Þeir Jon Baker og Frank Poncherello eru lögreglumenn sem eiga að gæta að því að lögum og reglum sé fylgt á götum Los Angeles og á hraðbrautunum í grennd við borgina . Þeir félagar taka starf sitt hins vegar ekkert allt of alvarlega enda hafa þeir meira gaman af að aka mótorhjólunum en að fylgjast með öðrum aka . En þegar öflugt og bíræfið bílþjófagengi fer á stjá í þeirra umdæmi neyðast þeir til að taka sig á ...
CHIPS er , eins og flestir geta giskað á , létt og fyndin gamanmynd , en hún er eftir grínistann Dax Shepard sem bæði leikstýrir , skrifar handritið og leikur annað aðalhlutverkið á móti Michael Peña .
Við kynnumst hér mótorhjólalöggunum Jon og Frank sem gera lítið annað í vinnunni en að leika sér . Það breytist hins vegar þegar vel skipulagt þjófagengi fer að gera vart við sig á götunum og í ljós kemur að sennilega er höfuðpaurinn innanbúðarmaður í lögreglunni því þjófarnir virðast alltaf vita hvar þeir geta athafnað sig án afskipta lögreglunnar . Og hvað gera þeir Jon og Frank þá ?
CHIPS Gamanmynd
100 mín
Aðalhlutverk : Dax Shepard , Michael Peña , Vincent D ' Onofrio , Adam Brody , Kristen Bell og Jessica McNamee og Ryan Hansen Leikstjórn : Dax Shepard Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 24 . mars
Michael Peña og Dax Shepard í hlutverkum félaganna Franks og Jons .
Punktar .................................................... l Þótt handrit myndarinnar og sagan sé samin af leikstjóranum Dax Shepard þá sækir hún innblásturinn í samnefnda sjónvarpsþætti sem nutu talsverðra vinsælda í bandarísku sjónvarpi á árunum 1977 til 1983 og voru með þeim Erik Estrada og Larry Wilcox í aðalhlutverkum .
l Skammstöfunin CHIP stendur fyrir California Highway Patrol .
Vincent D ' Onofrio leikur lögreglumanninn Vic Brown í CHIPS .
Veistu svarið ? Í ár eru liðin þrjátíu ár síðan leikarinn Vincent D ' Onofrio sló í gegn sem hermaðurinn Leonard Lawrence í þriðju bíómyndinni sem hann lék í en hún var gerð af Stanley Kubrick og þykir á meðal bestu stríðsmynda sögunnar . Hvað heitir hún ?
Það gengur ýmislegt fleira á í samskiptum lögreglumannanna Jons og Franks en finna má í starfslýsingum þeirra .
Full Metal Jacket .
Myndir mánaðarins 33