Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 32

Power Rangers Ævintýri / Ofurhetjur
Power Rangers
Þeirra tími er kominn !
Fimm ungmenni sem þekkjast ekki mikið í byrjun en eiga meira sameiginlegt en sýnist eru fyrir gráglettni örlaga leidd saman einn góðan veðurdag og komast þá að því að þau eru ný kynslóð af hinum öfluga Power Rangers-bardagahópi .
Sjónvarpsþættirnir um Power Rangers-teymið komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1993 og voru fljótir að ná miklum vinsældum , en samtals er talið að serían hafi ásamt fylgihlutum , s . s . leikföngum , rakað saman yfir sex milljörðum dollara í tekjur . Þessi nýja mynd lofar mjög góðu en hún er framleidd af upphaflega framleiðandanum , Haim Saban , og leikstýrt af Dean Israelite sem sendi síðast frá sér hina þrælgóðu mynd Project Almanac . Stiklurnar úr myndinni eru ákaflega flottar og kraftmiklar og það er aldrei að vita nema hér sé kominn einn af óvæntustu stórsmellum ársins !

Power Rangers Ævintýri / Ofurhetjur

Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Aðalhlutverk : Becky G ., Naomi Scott , Dacre Montgomery , Ludi Lin , RJ Cyler , Elizabeth Banks , Bill Hader og Bryan Cranston Leikstjórn : Dean Israelite Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 24 . mars
Fimmmenningarnir sem skipa Power Rangers-teymið eru f . v . Jason Lee / rauður ( Dacre Montgomery ), Kimberly / bleik ( Naomi Scott ), Zack / svartur ( Ludi Lin ), Trini / gul ( Becky G .) og Billy / blár ( RJ Cyler ).
Punktar .................................................... l Handritshöfundur myndarinnar er John Gatins sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handrit sitt að myndinni Flight sem Robert Zemeckis leikstýrði 2012 og skrifaði einnig handritin að Real Steel ( 2011 ) og nýju myndinni um King Kong : Skull Island ( sjá bls . 26 )
l Þetta er þriðja bíómyndin sem gerð er um Power Rangers en þær fyrri voru gerðar 1995 og 1997 . Hér er um svokallað „ reboot “ að ræða , þ . e . sagan er hér sögð frá upphafi og hefst áður en fimmmenningarnir átta sig á mögnuðum hæfileikum sínum . Gamlir aðdáendur teymisins munu samt sjá í myndinni margar tilvísanir í bæði upprunalegu sjónvarpsseríuna , teiknimyndablöðin og fyrri bíómyndirnar tvær .
Þegar Power Rangers-fimmmenningarnir sameina krafta sína standast fáir þeim snúning .
Veistu svarið ? Bryan Cranston leikur hér Zordon , læriföður hins nýja Power Rangers-bardagahóps , en Bryan talaði á sínum tíma fyrir hinn vonda Snizard sem barðist við fimmmeningana í upprunalegu sjónvarpsseríunni . Hvað nefndist hún fullu nafni ?
Elizabeth Banks leikur hina hættulegu og máttugu norn Ritu Repulsu , aðalandstæðing Power Rangers-hópsins í þetta sinn .
32 Myndir mánaðarins
Mighty Morphin Power Rangers .