Strumparnir og gleymda þorpið Teiknimynd
Strumparnir og gleymda þorpið
Nýir nágrannar – Ný ævintýri
Þegar Strympa verður vör við að ókunnug augu eru að stara á hana í nágrenni Strumpaþorps og finnur í framhaldinu dularfullt kort sem gefur til kynna að Strumparnir séu ekki einu íbúarnir í Strumpaskógi leiðir það til þess að hún , Gáfnastrumpur , Kraftastrumpur og Klaufastrumpur halda í leiðangur í leit að sannleika málsins , þvert á vilja Æðstastrumps .
Sögurnar um Strumpana eftir belgíska listamanninn Pierre Culliford ( Peyo ) hafa verið á meðal vinsælustu teiknimyndabóka heims allt frá því að þær komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1958 . Það fagna því vafalaust margir nú þegar von er á nýrri teiknimynd um þá , svo ekki sé minnst á Kjartan galdrakarl og köttinn Brand sem eru aldrei langt undan þegar Strumparnir eru annars vegar . Þess utan eru í myndinni kynntar til sögunnar nýjar persónur sem búið hafa í Strumpaskógi öll þessi ár en enginn vissi af fyrr en núna ...
Strumparnir og gleymda þorpið Teiknimynd
Íslensk talsetning : Salka Sól Eyfeld , Ævar Þór Benediktsson , Guðjón Davíð Karlsson , Orri Huginn Ágústsson , Laddi , Örn Árnason , Elva Ósk Ólafsdóttir , Ágústa Eva Erlendsdóttir , Þórdís Björk Þorfinnsdóttir , Þórunn Arna Kristjánsdóttir og fleiri Leikstjórn : Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Borgarbíó , Selfossbíó , Króksbíó , Ísafjarðarbíó , Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi
90 mín
Frumsýnd 31 . mars
Punktar .................................................... l Strumparnir og gleymda þorpið er alfarið tölvuteiknuð en ekki blönduð með leiknum persónum og atriðum eins og fyrri myndirnar tvær sem voru frumsýndar 2011 og 2013 . Hún er heldur ekki framhald þeirra heldur nýtt og ferskt upphaf („ reboot “ ) á sögunum um Strumpana og hin kostulegu ævintýri sem þeir lenda jafnan í .
l Myndin verður sýnd í bæði tvívídd og þrívídd .
Myndir mánaðarins 35