Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 23

Stóra stökkið Teiknimynd
Stóra stökkið
Æfingin skapar meistarann
Felice er ellefu ára gömul stúlka sem býr á munaðarleysingjahæli í Brittany-héraði Frakklands . Hana dreymir um að gerast ballettdansari og ákveður dag einn að fara til Parísar ásamt besta vini sínum , Victor , og láta reyna á danshæfileika sína .
Stóra stökkið er fyndin , hugljúf , rómantísk og umfram allt ákaflega vel gerð og góð teiknimynd þar sem áhorfendur fara með sögupersónunum til Parísar árið 1888 þegar bygging Eiffel-turnsins var komin vel á veg og borgin var háborg heimsins í listum og tísku .
Fljótlega eftir komuna til Parísar fær Victor vinnu við byggingu Eiffel-turnsins á meðan Felice reynir að finna leið til að komast í dansprufu í hinni eftirsóttu Parísaróperu sem var þá og er enn einn virtasti ballett- og óperusöngskóli veraldar . Það reynist langt frá því að vera auðvelt fyrir ellefu ára peningalausan munaðarleysingja og einstæðing en Felice er úrræðagóð og tekst það samt að lokum . Þar með er björninn þó langt frá því að vera unninn ...

Stóra stökkið Teiknimynd

Íslensk talsetning : Vaka Vigfúsdóttir , Álfrún Helga Örnólfsdóttir , Orri Huginn Ágústsson , Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir , Sigurður Þór Óskarsson , Ævar Þór Benediktsson , Laddi , Arnar Jónsson og fleiri Leikstjórn : Tómas Freyr Hjaltason Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Borgarbíó Akureyri , Selfossbíó , Króksbíó , Ísafjarðarbíó , Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi
89 mín
Frumsýnd 3 . mars
Myndir mánaðarins 23