Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 24

Hidden Figures Sannsögulegt
Hidden Figures
Reiknaðu það út
Sönn saga þriggja kvenna sem störfuðu hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna , NASA , á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og áttu stóran þátt í að Mercury-geimferðaráætlunin heppnaðist en hún snerist um að koma geimfaranum John Glenn á sporbaug um Jörðu – og síðan heilum á húfi til baka .
Það fylgdist allur heimurinn með þessari áhættusömu tilraun og geimfarinn John Glenn varð heimsfrægur fyrir vikið sem fyrsti maðurinn sem komst á sporbaug um Jörðu . Færri vissu hins vegar að á bak við velgengni geimferðarinnar stóðu m . a . stærðfræðingarnir Dorothy Vaughan og Katherine G . Johnson ásamt verk- og vélfræðingnum Mary Jackson , en þær voru allar svartar á hörund og þurftu því ekki bara að glíma við verkefnið sjálft heldur margskonar fordóma bæði samfélagsins og nokkurra samstarfsmanna ...

Hidden Figures Sannsögulegt

Aðalhlutverk : Octavia Spencer , Taraji P . Henson , Janelle Monáe , Kevin Costner , Kirsten Dunst og Glen Powell Leikstjórn : Theodore Melfi Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Borgarbíó Akureyri og Selfossbíó
127 mín
Frumsýnd 10 . mars
Konurnar þrjár , þær Katherine , Dorothy og Mary eru leiknar af þeim Taraji P . Henson , Octaviu Spencer og Janelle Monáe .
Punktar .................................................... HHHHH - Washington Post HHHHH - Time HHHH1 / 2 - Boston Globe HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHHH1 / 2 - Rolling Stone HHHH1 / 2 - New York Post HHHH - Empire HHHH - L . A . Times HHHH - N . Y . Times l Hidden Figures er sérlega skemmtileg mynd og hefur eins og sést fengið mjög góða dóma virtustu gagnrýnenda . Hún hefur ennfremur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum , var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta mynd ársins og til Óskarsverðlauna sem besta myndin , fyrir leik Octaviu Spencer og fyrir handritið sem er eftir þau Alison Schroeder og Theodore Melfi . John Glenn ( Glen Powell ) heilsar hér upp á konurnar sem áttu stóran þátt í að gera ferð hans út í geim mögulega .
Veistu svarið ? Söngkonan Janelle Monáe vatt sínu kvæði í kross á síðasta ári með því að leika í tveimur bíómyndum sem báðar voru síðan tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins , annars vegar sú sem hér er kynnt , Hidden Figures , en hver er hin ?
Kevin Costner leikur Al Harrison , yfirmann Mercury-geimferðaáætlunar NASA , sem var undanfari Apollo-tunglferðanna .
24 Myndir mánaðarins
Moonlight .