Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Seite 22

Rokkhundur Teiknimynd
Rokkhundur
Láttu rokkhjartað ráða
Boði er tíbeskur hundastrákur sem búist er við að muni feta í fótspor föður síns og gerast fjárgæsluhundur þegar fram líða stundir . En Boði er nokkuð viss um að fjárgæslustarfið sé ekki fyrir hann og þegar útvarp fellur bókstaflega af himnum ofan dag einn og lendir svo gott sem í fangi hans sannfærist hann endanlega um að honum sé ætlað að verða rokkhundur .
Rokkhundur er eldfjörug teiknimynd eftir Ash Brannon sem m . a . vann að Toy Story-myndunum og gerði síðast teiknimyndina Surf ’ s Up sem var ein af betri og fyndnari teiknimyndum ársins 2007 .
Eftir að Boði fær útvarpið svo að segja í höfuðið ( það dettur úr flugvél ) ákveður hann þvert á vilja föður síns að fara til borgarinnar og láta reyna á tónlistarhæfileika sína , en hann er sjálfmenntaður gítarleikari sem meira að segja smíðaði sér sitt eigið gítarlíki .
En Boði hefur aldrei áður komið til borgarinnar og á eftir að komast að því að þar er lífið og tilveran allt öðruvísi en uppi í fjöllunum ...

Rokkhundur Teiknimynd

Íslensk talsetning : Arnar Dan Kristjánsson , Valur Freyr Einarsson , Steinn Ármann Magnússon , Jakob Þór Einarsson , Orri Huginn Ágústsson , Sigríður Eyrún Friðriksdóttir , Jóhann Sigurðsson og fleiri Leikstjórn : Friðrik Sturluson Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
80 mín
Frumsýnd 3 . mars
22 Myndir mánaðarins