Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 16

Bíófréttir – Væntanlegt
Þetta er fyrsta ljósmyndin sem birtist af helstu leikurum myndarinnar ásamt leikstjórum en hún er sögð hafa verið tekin á fyrsta tökudeginum 21 . febrúar . Frá vinstri : Christopher Miller ( sitjandi ), Woody Harrelson , Phoebe Waller-Bridge , Alden Ehrenreich ( sem leikur Han Solo ), Emilia Clarke , Joonas Suotamo ( Chewbacca ), Phil Lord ( sitjandi ) og Donald Glover .

Sagan um Han Solo

Tökur eru nú hafnar á næstu Star Wars „ hliðarmynd “ eða „ anthology “ -mynd eins og þessar myndir hafa verið nefndar á ensku en hún fylgir í kjölfar fyrstu hliðarmyndarinnar , Rogue One , sem var frumsýnd í desember síðastliðnum og naut mikilla vinsælda . Nýja myndin er í leikstjórn þeirra Phils Lord og Christophers Miller sem gerðu m . a . The Lego Movie og Jump Street-myndirnar .
Myndin hefur ekki hlotið endanlegt heiti en hún segir frá Han Solo og ævintýrum hans og hins trygga félaga hans , Chewbacca , áður en þeir hitta þá Luke Skywalker og Obi-Wan Kenobi og ganga í lið með þeim og síðan uppreisnarmönnum .
Ekkert meira hefur verið látið uppi um söguþráðinn en eins og þeir sem þekkja Star Wars-söguna vita var Han Solo í vondum málum þegar hann hitti Luke og Obi og væntanlega fáum við nú að vita í hvað hann hafði komið sér , en ef samræmi er milli þessarar myndar og Rogue One þá mun hún enda þegar þeir hittast . Myndin verður frumsýnd í maí á næsta ári .
Zac Efron , Jon Bass og Dwayne Johnson leika þrjá af strandvörðunum í gamanmyndinni Baywatch .
Þau Will Ferrell og Amy Poehler hafa verið góðir vinir lengi og unnið mikið saman í Saturday Night Life-þáttunum .

Margur verður af aurum api

Það eru liðin tíu ár síðan þau Will Ferrell og Amy Poehler léku saman í myndinni Blades of Glory og má segja að þau haldi upp á það með því að senda frá sér mynd númer tvö , en hún kemur í bíó í sumar , nánar tiltekið í júní . Myndin , The House , er um hjónin Scott og Kate Johnson sem verða að finna leið til að afla fjár til að greiða fyrir háskólanám dóttur sinnar sem þvert á líkur fékk inngöngu í sjálfan Buckley-háskóla . Vandamálið er að þau þurfa peningana strax og því eru þau ginnkeypt fyrir nánast hvaða hugmynd sem er , jafnvel kolólöglegum . Við segjum ekki meira en viljum hvetja alla sem kunna að meta gott grín að kíkja á stikluna en í henni er að finna alveg sprenghlægilegt atriði sem vonandi er samt bara lítið sýnishorn af því sem koma skal .

Sjór , sandur og sól

Ein af gamanmyndum næsta sumars er eins og margir vita myndin Baywatch sem sækir bæði nafnið , umhverfið , rauðu sundbuxurnar og sólina í samnefnda sjónvarpsþætti sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar , gerðu þau David Hasselhoff , Pamelu Anderson , Yasmine Bleeth og fleiri að stjörnum og gátu af sér alls konar hliðarmyndir og þætti .
En þótt Baywatch nyti vinsælda þóttu þeir ekki mjög menningarlegir enda lögðu þeir mun meiri áherslu á kroppasýningar og hægmyndatökur af stæltum líkömum en nokkuð sem gæti kallast raunsæi og þekking . Af þessum sökum urðu þeir samhliða vinsældunum skotspónn húmorista sem gerðu óspart grín að þeim og endalausri líkamsdýrkuninni . Þessi nýja Baywatch-mynd gerir einmitt út á þetta , tekur sig ekki alvarlega að neinu leyti heldur gerir stólpagrín að sjálfri sér og þáttunum .
Nú er sagt að Baywatch hafi heppnast svo vel og sé svo fyndin og skemmtileg að hún gæti hæglega orðið einn af stóru sumarsmellunum í ár í kvikmyndahúsum heimsins . Og af því að við hér á Myndum mánaðarins höldum með öllum myndum þá vonum við sannarlega að þær spár eigi eftir að ganga eftir .
16 Myndir mánaðarins