Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 15

Bíófréttir – Væntanlegt
Það er Emily Blunt sem leikur Mary Poppins í nýju myndinni , en til hægri er Julie Andrews í hlutverkinu í 1964-myndinni .

Mary Poppins snýr aftur

Sagan um barnfóstruna Mary Poppins er eftir breska rithöfundinn Helen Lyndon Goff sem skrifaði undir höfundarnafninu P . L . Travers og segir frá því þegar hin töfrandi , fljúgandi barnfóstra ræður sig í vist hjá Banks-fjölskyldunni sem býr við Kirsuberjatrégötu 17 í London til að aðstoða við uppeldi Bankskrakkanna Michaels og Jane . Hún breytir svo lífi fjölskyldunnar í ævintýri áður en hún lætur sig hverfa til sinna heima á ný .
Sagan um Mary og Banks-fjölskylduna hefur verið sett upp ótal sinnum í leikhúsum en aðeins einu sinni kvikmynduð , en það gerði Disney-fyrirtækið árið 1964 og naut sú mynd gríðarlegra vinsælda um allan heim enda frábær mynd í alla staði .
Í nýju myndinni er það Emily Blunt sem leikur Mary en sagan gerist þegar þau Michael og Jane eru orðin fullorðin og glíma við sitt eigið barnauppeldi . Myndin verður frumsýnd um jólin 2018 og þess má geta að Dick Van Dyke sem lék stórt hlutverk í 1964-myndinni mun einnig koma fram í þeirri nýju , en hann er nú 92 ára .

Á ferð og flugi

Leikarar og aðrir aðstandendur Disney-myndarinnar Fríða og dýrið eru nú komnir á ferð og flug um allan heim til að kynna myndina á forsýningum og fór vel á því að fyrsta forsýningin í Evrópu færi fram í París þar sem myndin hér að ofan er tekin 22 . febrúar , enda er þetta einstaka ævintýri franskt að uppruna og eitt það frægasta og vinsælasta sem frá Frökkum hefur komið . Þetta eru þau sem leika fjögur stærstu hlutverkin , þau Emma Watson og Dan Stevens sem leika Fríðu og dýrið og þeir Josh Gad og Luke Evans sem leika Gaston , vonbiðil Fríðu , og þjón hans Le Fou .
Tveimur dögum síðar voru þau Dan og Emma mætt til Lundúna á forsýninguna þar og er myndin hér til hliðar tekin við það tækifæri . Reikna má með að þau verði síðan á ferðinni um allan heim á komandi vikum , en myndin fer í almennar sýningar 17 . mars og það er alveg óhætt að spá því að hún eigi eftir að njóta mikilla vinsælda , enda sögð alveg frábær .

Það byrjar vel ...

Það er alltaf gaman þegar fólk kemur á óvart og sýnir að það hafi hæfileika umfram það sem aðrir héldu að það byggi yfir . Ekki svo að skilja að einhver hafi talið Jordan Peele einhvern aukvisa , mann sem hefur á undanförnum árum sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir geysivinsæla grínsketsa sína og grínþætti og hampaði meira að segja Emmy-verðlaununum fyrir þá í fyrra ... en það átti enginn von á að hann myndi skyndilega birtast með fullkláraðan , grínskotinn trylli eftir sjálfan sig sem ekki bara þætti einhver sá albesti sem gerður hefur verið á undanförnum árum heldur myndi þegar þykja marka ákveðin tímamót í frásagnarstíl . Þannig segir t . d . gagnrýnandi tímaritsins Time að Jordan hafi í sinni fyrstu tilraun tekist að vefa hárbeittri ádeilu þéttar inn í söguna en flestum öðrum kvikmyndagerðarmönnum hafi tekist áður . Gagnrýnandi The Wall Street Journal segir myndina vera „ explosive brilliance “ og Peter Travers hjá Rolling Stone segir hana koma áhorfendum í opna skjöldu á alveg snilldarlegan hátt og kallar hana „ Instant Horror Classic “. Nánast allir aðrir dómar eru í þessum dúr enda er myndin með 8,8 í einkunn á Metacritic og hefur alls staðar annars staðar fengið toppeinkunnir . Þessa mynd verða allir eldri en 16 ára að sjá !
Grínistinn Jordan Peele hefur komið kvikmyndaheiminum í opna skjöldu með sinni fyrstu mynd , Get Out ,
Myndir mánaðarins 15