Bíófréttir – Væntanlegt
Óvæntir endurfundir
Þeir Hugh Jackman og Patrick Stewart eru nú á fullu að kynna myndina Logan þar sem þeir leika þá Wolverine og prófessor X í síðasta sinn og komu af því tilefni í spjallþátt grínistans Grahams Norton í Bretlandi 24 . febrúar . Þar rifjuðu þeir upp ýmislegt sem gerst hefur síðan þeir hittust fyrst við gerð fyrstu X-Men-myndarinnar og fékk þátturinn aukið vægi þegar Ian McKellen birtist óvænt í settinu og settist hjá þeim félögum , en Ian lék eins og flestir vita Magneto í þessum myndum . Það sem eftir lifði þáttarins skemmtu þeir félagar sér og áhorfendum við að rifja upp ýmislegt skondið úr fortíðinni en um leið var ekki laust við að dálítill söknuður lægi í loftinu því Logan er síðasta X-Men-myndin sem þeir Hugh og Patrick leika í . Sögðu þeir t . d . frá því að á forsýningu myndarinnar kvöldið áður hefðu þeir báðir fellt tár .
Fyrir aðdáendur þessara vinsælu leikara og listamanna var virkilega gaman að sjá þá koma þarna saman , en þættir Grahams Norton eru þekktir fyrir að vera mjög heimilislegir og afslappaðir og vegna þess láta gestir þar oft ýmislegt flakka sem þeir myndu aldrei minnast á í t . d . bandarískum spjallþáttum . Þetta gerðu þeir Hugh , Patrick og Ian hins vegar óhikað og svikalaust í þessum þætti og er aðdáendum þeirra , og þá ekki síst aðdáendum X-Men-seríunnar bent á að hann má sjá í heild sinni á You Tube .
Michael Fassbender leikur tvö hlutverk í Alien : Covenant , annars vegar Walter og hins vegar David , en þeir líta eins út .
Skapaði David skrímslin ?
Vinna við fimmtu Alien-myndina , Convenant , er nú að komast á lokametrana en hana á að frumsýna seinni partinn í maí . Myndin gerist einhverjum árum eftir atburðina í síðustu mynd , Prometheus , og við erum stödd í geimskipinu Convenant þegar áhöfnin finnur nýja plánetu sem við fyrstu sýn virðist ekki bara henta manninum vel til búsetu heldur er hreinlega á pari við sjálfa Paradís . Annað á þó eftir að koma í ljós .
Upplýst hefur verið að vélmennið David sem slapp naumlega nokkurn veginn heilt á húfi í Prometheus er núna íbúi á þessari ókortlögðu plánetu ásamt skelfilegum skrímslum sem eiga eftir að gera áhöfn Convenant lífið leitt , þar á meðal vélmenninu Walter sem er af sömu tegund og David , bara nýrri útgáfa .
Það er Michael Fassbender sem leikur bæði David og Walter og í öðrum stærstu karlhlutverkum eru þeir James Franco , Danny McBride og Billy Crudup en aðalkvenpersónurnar eru leiknar af Noomi Rapace og Katherine Waterston . Kvikmyndaheimurinn bíður nú spenntur eftir fyrstu stiklunni og við munum að sjálfsögðu segja betur frá myndinni í næstu blöðum .
Johnny Depp mun leika Ratchett í Murder on the Orient Express en fyrst sjáum við hann í nýjustu Pirates of the Caribbean-myndinni , Salazar ' s Revenge .
Með átta myndir á leiðinni
Við vitum svo sem ekkert um það en kannski hefur skilnaður Johnnys Depp og Amber Heard síðastliðið vor hleypt einhverjum krafti í kappann því síðan þá hefur hann vart litið upp frá vinnu og eru nú einar átta myndir á leiðinni þar sem hann leikur aðalhlutverk eða eitt af aðalhlutverkunum . Af þeim eru a . m . k . þrjár sem koma í bíó á þessu ári , þ . e . nýjasta mynd Brads Furman LAbyrinth , nýjasta Pirates of the Caribbean-myndin , Salazar ' s Revenge , og svo nýjasta mynd Kenneths Branagh sem gerð er eftir einni af frægustu sakamálasögum Agöthu Christie , Morðið í Austurlandahraðlestinni , en hana á að frumsýna í nóvember . Þar mun Depp leika einn hinna grunuðu , Samuel Ratchett , en á meðal annarra sem leika þá sem gætu hafa framið morðið eru Michelle Pfeiffer , Penélope Cruz , Willem Dafoe , Josh Gad , Judi Dench , Adam Garcia , Derek Jacobi og Daisy Ridley . Sjálfur mun Kenneth Branagh leika belgíska sérvitringinn Hercule Poirot sem að sjálfsögðu leysir málið .
Jack Sparrow snýr aftur í sumar .
14 Myndir mánaðarins