Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 29

Gimme Danger Heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges
Gimme Danger
Heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges Höfundur : Jim Jarmusch Útgefandi : Myndform
Heimildarmynd
VOD
108 mín
24 . febrúar
Gimme Danger Heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges
Hljómsveitin The Stooges var stofnuð í Ann Arbor í Michigan-ríki árið 1967 og er í dag ein af hundrað merkustu hljómsveitum sem uppi hafa verið .
Þessi nýjasta mynd kvikmyndagerðarmannsins Jims Jarmusch þykir ákaflega vel gerð eins og hans var von og vísa og gefur bæði gömlum aðdáendum The Stooges og nýjum alveg kristalskýra innsýn í tilurð sveitarinnar . Í myndinni er að finna óviðjafnanlegt myndefni frá tónleikum sveitarinnar í gegnum árin en hún starfaði í raun með hléum allt fram á síðasta ár þegar hún var endanlega leyst upp . Mest er rætt við aðalsprautu bandsins , James Newell Osterberg , Jr ., öðru nafni Iggy Pop , en aðrir meðlimir eru líka teknir tali auk þess sem Jim setur sinn eigin svip á myndgerðina .
Punktar ............................................................................................ HHHH1 / 2 - Seattle Times HHHH - The Hollywood Reporter HHHH - New York Times HHHH - Los Angeles Times l Ásamt Iggy Pop voru stofnmeðlimir The Stooges bassaleikarinn Dave Alexander , trommarinn Scott Asheton og bróðir hans , gítarleikarinn Ron Asheton , en þeir eru nú allir látnir .
l The Stooges starfaði frá 1967 til 1971 og svo aftur frá 1972 til 1974 , en var síðan endurræst árið 2003 .
l Tónlist The Stooges var hrátt , hart og taumlaust rokk sem í dag myndi vafalaust vera flokkað sem pönk , en á blómaskeiði sveitarinnar var ekki einu sinni búið að finna það hugtak upp .
Johnny Depp leikur lögreglumanninn Russell Poole í sannsögulegu myndinni Labyrinth en þessi mynd var tekin 17 . janúar í Los Angeles þegar verið var að taka upp eitt atriðið .
Á sama tíma var Keira Knightley stödd í Prag að taka upp atriði í myndinni The Aftermath eftir James Kent en hún gerist árið 1946 og fjallar um eftirmál síðari heimsstyrjaldarinnar .
Þessi mynd var tekin af Natalie Portman 17 . janúar og eins og sjá má fer nú að styttast í að hún og eiginmaður hennar , Benjamin Millepied , eignist sitt annað barn .
Myndir mánaðarins 29