Tröll Teiknimynd
Tröll hamingju
Hver er sinnar gæfu smiður
Nýjasta teiknimyndin frá Dreamworks er litríkt ævintýri þar sem húmor , fjöri , tónlist , dansi , rómantík og hæfilegri spennu er blandað saman á afar skemmtilegan hátt þannig að úr verður fjölskylduskemmtun eins og hún gerist hvað best .
Teiknimyndin Tröll er gerð af sömu aðilum og gerðu hinar geysivinsælu myndir um Skrekk og byggir á fígúrum sem Daninn Thomas Dam skapaði og setti á markað árið 1958 . Þessar fígúrur , lítil tröll með mikinn og litríkan hárbrúsk , slógu í gegn svo um munaði á Vesturlöndum , seldust í tugmilljónatali og þau voru til dæmis fá íslensku heimilin sem lumuðu ekki á a . m . k . einu trölli á sínum tíma og gera mörg hver vafalaust enn . Við mælum eindregið með þessari bráðfjörugu fjölskylduskemmtun sem inniheldur einnig fjölmörg þekkt lög , þ . á m . nokkur af vinsælustu lögum ársins 2016 .
Punktar ....................................................
HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHHH - Entert . Weekly HHHH - Total Film HHHH - Variety HHH1 / 2 - L . A . Times l Tröll er nú tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið , þ . e . Can ' t Stop the Feeling eftir Justin Timberlake , Max Martin og Karl Johan Schuster ( Shellback ), en það er flutt af Justin sem einnig leikur aðalhlutverkið í enskri útgáfu myndarinnar ásamt Önnu Kendrick . Með önnur hlutverk í ensku útgáfunni fara m . a . þau Zooey Deschanel , Christopher Mintz-Plasse , Christine Baranski , Russell Brand , Gwen Stefani , James Corden , Jeffrey Tambor og John Cleese .
Tröll Teiknimynd
DVD
VOD 87 mín
Íslensk talsetning : Eyþór Ingi Gunnlaugsson , Þórdís Björk Þorfinnsdóttir , Katrín H . Sigurðardóttir , Oddur Júlíusson , Ólafía Hrönn Jónsdóttir , Salka Sól , Sigurður Þór Óskarsson , Viktor Már Bjarnason , Laddi , Selma Björnsdóttir , Hjálmar Hjálmarsson og fleiri Leikstjórn : Hjálmar Hjálmarsson Útgefandi : Sena
24 . febrúar
28 Myndir mánaðarins