When the Bough Breaks Gættu að því sem þú gerir
Apple of My Eye Hesturinn sem hélt að hann væri hundur
When the Bough Breaks – Apple of My Eye
When the Bough Breaks Gættu að því sem þú gerir
Eftir að hafa árangurslaust reynt að eignast saman barn ákveða þau John og Laura að ráða staðgöngumóður . Það á ekki eftir að ganga áfallalaust .
When the Bough Breaks er spennu- og sálfræðitryllir sem flokka má í „ femme fatal “ -flokkinn því unga konan sem þau John og Laura ráða í staðgöngumóðurhlutverkið reynist ekki öll þar sem hún er séð . Fyrir það fyrsta kemur í ljós að hún ætlar ásamt unnusta sínum að nýta tækifærið og kúga fé út úr hjónunum , en þegar hún verður í ofanálag hrifin af John breytir hún áætlun sinni í þá veru að losna við Lauru fyrir fullt og allt og taka sjálf yfir hlutverk hennar ...
Punktar ............................................................................................ l Þetta er í fjórða sinn sem þau Regina Hall og Morris Chestnut leika saman í bíómynd en hinar fyrri eru The Best Man , The Best Man Holiday og Think Like A Man .
Spennumynd
VOD
Aðalhl .: Morris Chestnut , Regina Hall , Jaz Sinclair og Theo Rossi Leikstjórn : Jon Cassar Útgefandi : Sena
107 mín
24 . febrúar
Regina Hall og Morris Chestnut leika hjónin Lauru og John Taylor .
Apple of My Eye Hesturinn sem hélt að hann væri hundur
Eftir að hin unga Bailey missir sjónina í kjölfar slyss fær hún dverghestinn Apple sem upp frá því verður bæði leiðbeinandi hennar og besti vinur .
Þeir sem kjósa ljúfar fjölskyldumyndir ættu að kíkja á þessa mynd sem þykir bæði skemmtileg og vel gerð auk þess sem dverghesturinn Apple sýnir ótvíræða hæfileika í sínu hlutverki .
Eftir að Bailey missir sjónina byrja foreldrar hennar að leita að hundi fyrir hana en af einhverjum sökum þá tekst Bailey ekki að mynda nauðsynlega tengingu við neinn þeirra . Þá fær dýraþjálfarinn Charlie þá hugmynd að þjálfa dverghest til að vera augu hennar og á sú tilraun heldur betur eftir að ganga upp !
Punktar ............................................................................................ l Gamli góði Burt Reynolds , ein af stærstu bíómyndastjörnum áttunda áratugar síðustu aldar , fer með stórt hlutverk í myndinni , en hann er nú orðinn áttræður .
Fjölskyldumynd
VOD
90 mín
Aðalhlutv .: Amy Smart , Avery Arendes , Burt Reynolds og Liam McIntyre Leikstj .: Castille Landon Útgef .: Sena
24 . febrúar
Avery Arendes leikur Bailey og Burt Reynolds leikur dýraþjálfarann Charlie .
Myndir mánaðarins 27