Kata og Mummi Það er kominn tími til að skreppa eitthvað með Mumma
Sigurður sebrahestur Þættir 41 til 46
Kata og Mummi – Siggi sebrahestur
Kata og Mummi Það er kominn tími til að skreppa eitthvað með Mumma
Kata er fimm ára gömul stelpa sem nýtur lífsins með kanínudúkkunni Mumma , en hann lifnar við og stækkar þegar Kata notar ímyndunaraflið .
Þættirnir um Kötu og Mumma hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi og eru fyrir yngsta aldurshóp áhorfenda . Þeir gerast að mestu í ævintýralandinu Mummaheimi , en þangað ferðast Kata í hvert sinn sem hún glímir við eitthvert vandamál eða þegar forvitni hennar vaknar um einhvern hlut . Í Mummaheimi lifnar Mummi kanína nefnilega við og stækkar og saman lenda þau Kata í margvíslegum og litríkum ævintýrum .
Í þessari fimmtu seríu þáttanna er að finna sjö ný ævintýri þessara glaðlyndu félaga og er hver þáttur rúmlega 10 mínútur að lengd .
VOD
88 mín
Teiknimyndir með íslensku tali um vinina góðu , Kötu og Mumma Útgefandi : Myndform
Barnaefni
24 . febrúar
Sigurður sebrahestur Þættir 41 til 46
Þættirnir um Sigga sebrahest og félaga hafa notið mikilla vinsælda yngstu áhorfendanna og hér koma átta teiknimyndir til út á VOD-leigunum .
Siggi sebrahestur býr ásamt öllum litríku félögunum sínum á fallegri eyju þar sem ýmislegt getur komið upp á dags daglega . En forvitni Sigga og ævintýraþrá leiðir iðulega til þess að hann kemur sér í einhvers konar vanda og þá er ekki verra að eiga úrræðagóða vini sem nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að leysa allt sem upp á kemur . Um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi .
Sögurnar um Sigga sebrahest og félaga eru eftir enska barnabókahöfundinn Brian Paterson og hafa notið mikilla vinsælda allt frá því þær komu fyrst út 2002 . Hver saga er um 11 mínútur að lengd .
VOD
66 mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Sigga sebrahest og félaga hans Útgefandi : Myndform
BARNAEFNI
24 . febrúar
26 Myndir mánaðarins