Shut In
Shut In
Ekkert er eins og það sýnist
Mary Portman er barnasálfræðingur sem býr afskekkt uppi í sveit í Englandi þar sem hún hugsar um son sinn , en hann er svo gott sem í dauðadái eftir að hafa lent í bílslysi þar sem faðir hans – eiginmaður Mary – lést . Dag einn ákveður Mary að taka inn á heimilið ungan , ráðvilltan dreng og sinna honum þar en það reynist upphafið að ófyrirsjáanlegri atburðarás .
Shut In er sálfræðitryllir sem fær hjartað til að slá örar og jafnvel til að taka kipp öðru hvoru . Um leið er þetta flétta þar sem ekkert er eins og það sýnist þannig að það borgar sig ekki að kafa ofan í söguþráðinn fyrirfram heldur láta hann koma sér á óvart ...
Naomi Watts og Jacob Tremblay leika aðalhlutverkin í þessum sálfræðitrylli eftir leikstjórann Farren Blackburn .
Shut In
Sálfræðitryllir
DVD
VOD
Aðalhlutverk : Naomi Watts , Charlie Heaton , Jacob Tremblay , Diego Cataño , Oliver Platt , David Cubitt og Crystal Balint Leikstjórn : Farren Blackburn Útgefandi : Myndform
106 mín
23 . febrúar
Punktar ....................................................
l Sá sem leikur unga drenginn í myndinni sem Mary Portman tekur inn á heimili sitt er Jacob Tremblay en hann sló í gegn á síðasta ári í myndinni Room sem var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna . Síðan þá hefur Jacob , sem varð tíu ára 6 . október síðastliðinn , vart haft við að taka við leiktilboðum og er nú með einar fjórar myndir í bígerð , þar á meðal myndina The Book of Henry eftir leikstjórann Colin Trevorrow sem gerði Jurassic World . Þar leikur Jacob aftur á móti Naomi Watts , í þetta sinn son hennar , og eru þau því farin að þekkjast vel eins og sést kannski best á meðfylgjandi mynd sem birtist á Instagram-reikningi Naomi fyrir skömmu .
Mary Portman býr í afskekktu húsi en myndin gerist um miðjan vetur .
Veistu svarið ? Naomi Watts hefur í gegnum árin sannað hversu góð og fjölhæf leikkona hún er en á síðasta ári var einkalíf hennar einnig í sviðsljósinu þegar hún og sambýlismaður hennar til fjölda ára ákváðu að slíta sambandinu . Hvað heitir sá fyrrverandi ?
Liev Schreiber .
Myndir mánaðarins 25