Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 24

Air Bud 3 : World Pup Buddy fer í fótbolta !
Air Bud : Seventh Inning Fetch Buddy fer í hafnabolta !
Air Bud : Spikes Back Buddy fer í blak !
Air Bud : World Pup – Seventh Inning Fetch – Spikes Back
Fjölskyldumynd
Fjölskyldumynd
Fjölskyldumynd
24 Myndir mánaðarins
VOD
VOD
VOD
83 mín
2 . febrúar
93 mín
9 . febrúar
87 mín
24 . febrúar

Air Bud 3 : World Pup Buddy fer í fótbolta !

Buddy og eigandi hans , Josh Framm , eru hvergi af baki dottnir og nú kemur í ljós að Buddy er meira en liðtækur í fótbolta .
World Pup er þriðja myndin sem gerð var um ævintýri Buddys og eiganda hans , en hún kom út árið 2000 og gerði það gott eins og fyrri myndirnar tvær .
Hér gerist það að Josh hittir nýjan nágranna sinn , Emmu , en hún á einmitt tíkina Molly sem eins og Buddy , hundur Josh , er af golden retriever-kyni . Svo fer að þau Buddy og Molly eignast saman hvolpa og á sama tíma kemur í ljós að Buddy er vel liðtækur fótboltahundur sem myndi smellpassa inn í skólaliðið . En föðurhlutverkið er tímafrekt !
Kevin Zeger leikur Josh Framm hér á ný og er orðinn aðeins eldri .
Aðalhlutverk : Kevin Zegers , Dale Midkiff , David Glyn-Jones og Martin Ferrero Leikstjórn : Bill Bannerman Útgef .: Sena

Air Bud : Seventh Inning Fetch Buddy fer í hafnabolta !

Fjórða Air Bud-myndin kom út 2002 og er jafnframt síðasta myndin sem Kevin Zeger lék Josh Framm í en hann heldur nú í heimavistarskóla og felur hér með systur sinni Andreu að hugsa um velferð Buddys .
Það líður ekki á löngu uns dregur til tíðinda því skömmu eftir að Andrea skráir Buddy til leiks í hafnaboltalið skólans er hvolpum hans og Mollyar rænt einum af öðrum af þvottabirninum Rocky . Í ljós kemur að Rocky er bara handbendi náunga sem telja að hvolpar Buddys gætu orðið eins snjallir og hann í íþróttum og því afar verðmætir . En Buddy tekur það auðvitað ekki í mál að sætta sig við ránið á hvolpunum og grípur til sinna ráða .
Buddy tekur sig óneitanlega vel út með hafnaboltakylfuna , en getur hann slegið ?
Aðalhlutverk : Caitlin Wachs , Jay Brazeau , Richard Karn og Kevin Zegers Leikstjórn : Robert Vince Útgef .: Sena

Air Bud : Spikes Back Buddy fer í blak !

Spikes Back er fimmta Air Bud-myndin og um leið sú síðasta en hún kom út 2003 . Hér eignast Buddy nýjan vin , páfagaukinn Pollý sem reynist ótrúlega snjöll og traust .
Buddy er engan veginn hættur að hafa áhuga á íþróttum og verður nú afar hrifinn af strandblaki . Í ljós kemur að eins og áður hefur hann ótrúlega hæfileika til að leika sér með boltann og er fljótur að koma sér í lið sem tekur hann alvarlega . Á sama tíma uppgötva hann og Pollý að nokkrir þjófar ganga lausir á ströndinni og það verður að hliðarverkefni hjá þeim að stöðva þá og koma þeim í hendur laganna varða . Við það eignast þau enn fleiri skemmtilega vini .
Buddy ákveður að reyna sig í strandblaki og sem fyrr slær hann í gegn .
Aðalhlutverk : Katija Pevec , Jake D . Smith , Tyler Boissonnault og Edie McClurg Leikstjórn : Mike Southon Útgef .: Sena