The Neon Demon Tryllir
The Neon Demon
Fegurðin er allt
Þegar ung , efnileg og upprennandi sextán ára fyrirsæta kemur til Los Angeles í leit að frama lendir hún fljótlega í hringiðu atburða þar sem viðmiðið og verðmætin eru útlitið og allir vilja fá það sem hún hefur , æsku og æskublómann .
The Neon Demon er nýjasta og um leið umdeildasta mynd danska leikstjórans Nicolasar Winding Refn til þessa en hann á m . a . að baki myndirnar Drive , Only God Forgives , Valhalla Rising , Bronson , Bleeder og Pusher , allt saman myndir sem vöktu mikla eftirtekt , sópuðu til sín fjölmörgum verðlaunum á kvikmyndahátíðum en fara í þann flokk að vera „ ekki fyrir alla “, enda dregur Nicolas ekkert undan í frásagnarstíl sínum , sem aftur gerir miklar kröfur til áhorfenda .
The Neon Demon Tryllir
DVD
VOD
Aðalhlutverk : Elle Fanning , Jena Malone , Bella Heathcote , Abbey Lee , Karl Glusman , Christina Hendricks og Keanu Reeves Leikstjórn : Nicolas Winding Refn Útgefandi : Myndform
117 mín
23 . febrúar
Elle Fanning leikur aðalhlutverkið í The Neon Demon , hina ungu Jesse sem kemur til Los Angeles í von um starf sem fyrirsæta .
Segja má að hér sé áhorfendum boðið inn í heim fyrirsætubransans í Los Angeles þar sem útlitið er allt og hinn innri maður skiptir nákvæmlega engu máli . Vegna æsku sinnar , fegurðar og þokka vekur hin sextán ára Jesse fljótlega athygli fólks sem hefur viðurværi sitt af útliti annarra en um leið skapar hún sér öfund og illvilja keppinauta sem lifa á sínu eigin útliti . Smám saman tekur atburðarásin bæði spennandi , grimmilega og hrollvekjandi stefnu og í ljós kemur að Jesse sjálf er alls ekki öll þar sem hún er séð ...
Punktar .................................................... HHHHH - Telegraph HHHH - Playlist HHHH - HitFix HHHH - L . A . Times HHH - Empire HHH - Total Film l Eins og með aðrar myndir Nicolasar Winding Refn hefur The Neon Demon hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og var m . a . tilnefnd til Gullpálmans á Cannes-hátíðinni , bæði myndin sjálf og svo Nicholas fyrir leikstjórnina . Þess ber einnig geta að tónlistin í myndinni er alveg mögnuð en hún er eftir Cliff Martinez .
Ekki líður á löngu uns Jesse hefur eignast aðdáendur .
Veistu svarið ? Þrátt fyrir að vera í dag aðeins 18 ára gömul á Elle Fanning langan kvikmyndaferil að baki sem hófst þegar hún var aðeins tveggja ára , en þá lék hún dóttur þroskahefts manns í myndinni I Am Sam . Hver lék þar föður hennar ?
Sean Penn .
Myndir mánaðarins 23