Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 22

Skógargengið Vantar þig aðstoð ? Kallaðu þá á Skógargengið !
Desierto Hér finnur þú enga miskunn
Skógargengið – Desierto
Skógargengið Vantar þig aðstoð ? Kallaðu þá á Skógargengið !
Teiknimyndaþættirnir skemmtilegu um Skógargengið hafa náð miklum vinsældum og eru nú sýndir á um 180 sjónvarpsstöðvum um allan heim .
Tölvuteiknimyndirnar um Skógargengið eru eftir þá Jean-François Tosti , David Alaux og Eric Tosti og segja frá nokkrum undarlegum dýrum sem búa í skóginum og hafa tekið upp þá iðju að bjarga öðrum úr hættu .
Fremstur á meðal jafningja er Marri mörgæs sem öllu jöfnu ætti ekki að hafast við í frumskóginum en þar sem hann hefur alltaf staðið í þeirri trú að hann sé tígrisdýr þá kemur hitt af sjálfu sér .
Hér er að finna átta nýja þætti um gengið sem eru hver öðrum viðburðaríkari .
VOD
Teiknimyndir með íslensku tali um Skógargengið kraftmikla sem bjargar öllu Útgefandi : Myndform
Barnaefni
Spennumynd
VOD
88 mín
17 . febrúar
88 mín
Aðalhl .: Gael García Bernal , Jeffrey Dean Morgan og Alondra Hidalgo Leikstj .: Jonás Cuarón Útg .: Myndform
17 . febrúar
Desierto Hér finnur þú enga miskunn
Fimmtán Mexíkanar sem hyggjast ganga yfir landamærin til Bandaríkjanna lenda í stórhættu þegar sjálfskipaður landamæravörður situr fyrir þeim .
Hvað myndir þú gera ef snaróður og miskunnarlaus byssumaður sæti fyrir þér , staðráðinn í að koma þér fyrir kattarnef ? Í þessum aðstæðum lendir Mexíkaninn Moises ( Gael García Bernal ) ásamt fjórtán löndum sínum þegar þau ákveða að smygla sér yfir til Bandaríkjanna með því að ganga yfir eyðimörk á landamærunum þar sem gæslan er minnst . Þau reikna auðvitað ekki með hrottanum og sjálfskipaða landamæraverðinum Sam sem situr fyrir þeim og byrjar skyndilega að salla þau niður . Þau sem lifa af fyrstu árásina þurfa í ofboði að leita sér skjóls , en það er hægara sagt en gert ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - N . Y . Daily News HHH1 / 2 - Washington Post HHH1 / 2 - Variety HHH - Indiewire HHH - Entertainment Weekly HHH - L . A . Times l Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur , hinn rúmlega þrítugi Jonás Cuarón , á ekki langt að sækja kvikmyndaáhugann og þekkinguna enda er faðir hans tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Alfonso Cuarón sem sendi síðast frá sér myndina Gravity og þar á undan myndirnar Children of Men , Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Y Tu Mamá También . Þetta er önnur mynd Jonásar sem leikstjóra en hann hefur einnig skrifað nokkur handrit , þar á meðal handritið að Gravity ásamt föður sínum .
Gael García Bernal leikur Moises sem lendir heldur betur í lífshættu þegar hann smyglar sér yfir landamærin .
22 Myndir mánaðarins