Vinsælustu leigumyndirnar
|
|
Bridget Jones ' s Baby |
|
Deepwater Horizon |
1 |
2 |
Sagan um hina seinheppnu Bridget Jones heldur hér áfram , en hún er nú komin á fimmtugsaldurinn og er á milli manna því sambandið við Mark Darcy hefur verið losaralegt um leið og hún hefur kynnst nýjum draumaprinsi , Jack Qwant . En svo verður hún ófrísk og spurningin er : Hvor er faðirinn ?
Gamanmynd
|
3 |
Deepwater Horizon segir frá þeim hrikalega atburði þegar samnefndur olíuborpallur sprakk nánast í loft upp og sökk um sextíu kílómetra suðaustur af Louisianaríki Bandaríkjanna þar sem hann var að dæla upp olíu . Um leið hófst stjórnlaust streymi af olíu úr holunni og leiddi til æsilegs kapphlaups við tímann .
Sannsögulegt
|
The Girl on the Train
Rachel Watson tekur lestina til og frá vinnu á hverjum degi og á þá leið fram hjá húsinu þar sem hún bjó áður ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum Tom , sem nú er kvæntur annarri konu . Dag einn verður hún vitni að atviki í öðru húsi í nágrenninu sem ýfir upp sára minningu og á eftir að hafa grafalvarlegar afleiðingar í för með sér , jafnvel morð . Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Paulu Hawkins sem kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar .
|
|
Middle School : The Worst ...
Middle School : The Worst Years of My Life er byggð á samnefndri metsölubók eftir James Patterson og segir frá hinum þrettán ára gamla Rafe sem ákveður ásamt félaga sínum , Leonardo hinum þögla , að brjóta hverja einustu skólareglu sem sett hefur verið ! Stórskemmtileg mynd sem fengið hefur góða dóma .
|
|
Ben Húr
Sögulega skáldsagan um Ben Húr er ein áhrifaríkasta saga heimsbókmenntanna en engin bók fyrir utan Biblíuna er talin hafa haft jafn mikil áhrif á kristna trú og hún . Sagan er um hefðarmanninn Judah Ben Húr sem sver þess eið að hefna sín eftir að hann er ranglega sakaður um glæp og hnepptur í þrældóm .
|
Spennumynd |
|
|
|
|
4
Gamanmynd
5
Ævintýri
6
Leitin að Dóru
Leitin að Dóru gerist um sex mánuðum eftir atburðina í Leitinni að Nemó sem að margra mati er besta teiknimynd allra tíma . Allt í einu byrja minningar úr æsku Dóru að rifjast upp fyrir henni og um leið að hún á fjölskyldu einhvers staðar . Þetta leiðir til þess að hún heldur ásamt Merlin og Nemó í leit að ættingjum sínum ...
7
Leynilíf gæludýra
Leynilíf gæludýra er næstnýjasta myndin úr smiðju þeirra sem gerðu Aulinn égmyndirnar og Skósveinana sem slógu í gegn um allan heim . Það hefur Leynilíf gæludýra gert líka , enda einstaklega fyndin mynd og viðburðarík og með kostulegum karakterum sem höfða ekki síður til fullorðinna en barna .
Teiknimynd Teiknimynd Spennumynd
8
Flöskuskeyti frá P
Þegar Carl Mørck og Assad komast á slóð barnamorðingja sem gengið hefur laus í mörg ár lenda þeir um leið í langhættulegasta og flóknasta máli sínu til þessa . Flöskuskeyti frá P er hörkuspennandi og verulega góð mynd , gerð eftir einni af bókum danska glæpasagnahöfundarins Jussis Adler-Olsen .
Me Before you
Pup Star
Arthur Bishop neyðist til að setja hanskana á sig aftur þegar gamall óvinur rænir unnustu hans , Ginu , og krefst óvenjulegs lausnargjalds fyrir hana . Mechanic : Resurrection er hröð spennu- og hasarmynd þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á tignarleg áhættuatriði og húmor sem kætir áhorfendur .
Me Before You er einstaklega góð og rómantísk ástarsaga fyrir þá sem kunna að meta ekta „ feel-good “ -myndir . Sagan er byggð á samnefndri metsölubók breska rithöfundarins Jojo Moyes , en hún kom út í íslenskri þýðingu Herdísar Hübner undir nafninu Ég fremur en þú .
Pup Star er lauflétt fjölskylduskemmtun þar sem talandi hundar eru í aðalhlutverkum . Tiny litli er samt miðpunkturinn en þegar eigandi hans hvetur hann til að taka þátt í hundasöngkeppni í New York slær hann til og veit auðvitað ekki að sigurvegari síðasta árs , Bark , er staðráðinn í að vinna aftur , hvað sem það kostar .
9
Hasarmynd
Rómantík
10 11
Fjölskyldumynd
Jason Bourne Heiða
The Huntsman : Winter ' s War
12
Jason Bourne er sannkallaður hasarmyndasmellur , en hún halaði inn rúmlega fjögur hundruð milljónir dollara í kvikmyndahúsum í sumar og er þar með næstvinsælasta mynd Bourne-seríunnar til þessa á eftir The Bourne Ultimatum . Þetta er mynd fyrir þá sem vilja mikinn hasar og enga dauða punkta !
Hasarmynd
Nýir teiknimyndaþættir , byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir svissneska rithöfundinn Johönnu Spyri . Sagan er um hina sex ára munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns , en hann er sérvitur einsetumaður , hvumpinn og önugur við alla . En Heiða á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans .
Barnaefni
13 14
The Huntsman : Winter ’ s War er forsaga hins þekkta ævintýris um Mjallhvíti . Hún segir frá illu drottningunum Ravennu og Freyu sem hafa hvor um sig sínar ástæður til að ráða niðurlögum veiðimannsins sem seinna átti eftir að bjarga Mjallhvíti frá bráðum bana . Toppleikarar í öllum hlutverkum .
Ævintýri
War Dogs Zootropolis
Angry Birds
15 |
Sönn saga Davids Packouz og Efraims Diveroli sem árið 2007 lönduðu 300 milljón dollara vopnasölusamningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið . Það hefði svo sem ekki þótt í frásögur færandi nema þeir félagar voru aðeins tvítugir að aldri og höfðu litla sem enga reynslu í að höndla svona risasamning .
Sannsögulegt
|
|
|
|
|
16 |
Nýjasta myndin frá Disney gerist í borginni Zootropolis þar sem allir íbúarnir eru dýr af öllum stærðum og gerðum nema mennskum . Aðalpersónurnar eru tvær , annars vegar löggukanínan Judy og hins vegar svali rebbinn Nick sem lenda saman í kostulegri baráttu við alls konar glæpadýr .
Teiknimynd
|
|
|
17 |
Það þekkir nánast hvert mannsbarn tölvuleikina vinsælu um reiðu fuglana og grænu svínin . Hér er sagan sögð frá upphafi og við komumst að því hvað það var upphaflega sem gerði fuglana svona svakalega reiða við svínin . Þess utan tala þessir karakterar nú í fyrsta sinn og það meira að segja fína íslensku !
Teiknimynd
|
18
The BFG
The BFG ( Big Friendly Giant ) er gerð eftir einni ástsælustu bókmenntaperlu Breta sem Roald Dahl gaf út 1982 í minningu dóttur sinnar Olivu sem lést aðeins sjö ára að aldri árið 1962 . Hjartnæmt en spennandi og viðburðaríkt ævintýri um kynni ungrar stúlku og risa sem býr í Risalandi og er ýmislegt til lista lagt .
19
Masterminds
Masterminds er eftir Jared Hess ( Napoleon Dynamite ) og sækir innblásturinn í hið svokallaða Loomis Fargo-rán þegar öryggisverðinum David Scott Ghantt tókst að hafa á brott með sér heilar 17,3 milljónir dollara úr peningageymslu öryggisfyrirtækisins sem hann vann hjá . Toppgrínleikarar í öllum hlutverkum .
Ævintýri Sannsögulegt Tryllir
20
Green Inferno
The Green Inferno er nýjasta mynd Elis Roth sem gerði m . a . Cabin Fever , Hostelmyndirnar og tryllinn Knock Knock . Sem fyrr er Eli hrollvekjumegin í kvikmyndagerðinni og leyfir áhorfendum að fylgjast hér með hrikalegum örlögum umhverfissinna sem lifa af flugslys en fara um leið úr öskunni í eldinn .
30 Myndir mánaðarins