Inferno Spennumynd / Flétta
Inferno
Eilífðarvítið er nær en þú heldur
Þegar Robert Langdon vaknar upp á sjúkrahúsi í Flórens á Ítalíu hefur hann ekki hugmynd um hvernig hann komst þangað . Það síðasta sem hann man er að hann var á gangi á lóð Harvard-háskólans í Bandaríkjunum og nú þarf hann að komast að því hvað leiddi hann í þessar furðulegu aðstæður .
Þannig byrjar þessi spennusaga um táknfræðinginn Robert Langdon sem fyrir utan að glíma við algjört minnisleysi þarf áður en langt um líður að leggja á flótta undan skuggalegu fólki sem ætlar greinilega að stytta honum aldur . Á flóttanum , þar sem hann nýtur aðstoðar læknisins Siennu Brooks , þarf Robert sem sagt að komast bæði að því í hverju hann lenti og hvernig hann bjargar lífinu ...
Inferno Spennumynd / Flétta
VOD
Aðalhlutverk : Tom Hanks , Felicity Jones , Ben Foster , Irrfan Khan , Omar Sy , Sidse Babett Knudsen , Ana Ularu og Ida Darvish Leikstjórn : Ron Howard Útgefandi : Sena
121 mín
16 . febrúar
Táknfræðingurinn Robert Langdon og læknirinn Sienna Brooks reyna að ráða gátuna í spennu- og ævintýramyndinni Inferno .
Punktar .................................................... HHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHH1 / 2 - Entert . Weekly HHH1 / 2 - Screen HHH - Total Film HHH - Boston Globe
l Inferno er eins og kunnugt er byggð á samnefndri bók Dans Brown um ævintýri táknfræðingsins Roberts Langdon , en áður höfðu bækurnar The Da Vinci Code ( 2006 ) og Angels & Demons ( 2009 ) verið kvikmyndaðar . Tom Hanks hefur leikið Robert Langdon í þeim öllum undir leikstjórn Rons Howard .
l Handritið að Inferno er skrifað af David Koepp sem skrifaði m . a . handritin að myndunum Death Becomes Her , Jurassic Park , Carlito ’ s Way , Stir of Echoes , Mission : Impossible , Panic Room , Spider-Man , War of the Worlds , Premium Rush og fleiri þekktum og vinsælum myndum .
Omar Sy , sem lék m . a . í Intouchables , leikur stórt hlutverk í Inferno .
Veistu svarið ? Enska leikkonan Felicity Jones leikur lækninn Siennu Brooks í Inferno , en Felicity leikur einnig aðalhlutverkið í einni vinsælustu bíómynd síðustu mánaða . Hvaða mynd ?
18 Myndir mánaðarins
Rogue One : A Star Wars Story .