Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 17

The Girl With All the Gifts Mesta ógnin er eina björgunin
The Greasy Strangler Á milli feðga er oft fínt samband – eða þannig
The Girl with All the Gifts – The Greasy Strangler
Spennumynd
VOD
Aðalhlutv .: Gemma Arterton , Glenn Close og Sennia Nanua Leikstjórn : Colm McCarthy Útg .: Myndform
110 mín
10 . febrúar
The Girl With All the Gifts Mesta ógnin er eina björgunin
Í ekki svo fjarlægri framtíð hefur sveppasýking valdið því að stærsti hluti manna hefur breyst í blóðþyrsta uppvakninga sem eira engum - nema einni .
Þessi hreint út sagt æsispennandi vísindaskáldsaga og uppvakningamynd er byggð á samnefndri bók breska rithöfundarins Mikes Carey og segir frá ferðalagi kennara , vísindakonu og tveggja hermanna frá afskekktri bækistöð hersins til aðalstöðvanna í Lundúnum . Með þeim í för er ung stúlka , hin bráðgáfaða Melanie , sem er enn mannleg en smituð af sveppnum sem veldur uppvakningaplágunni . Af þeim sökum ráðast uppvakningarnir ekki á hana og um leið gæti hún verið lykillinn að lækningu . Vandamálið er að Melanie getur hvenær sem er breyst í uppvakning og þá er voðinn vís ...
Punktar ............................................................................................ HHHHH - Empire HHHHH - Time Out HHHH1 / 2 - Screen HHHH1 / 2 - Telegraph l Bókin sem myndin er gerð eftir kom út árið 2015 í íslenskri þýðingu Magneu J . Matthíasdóttur og heitir á íslensku Stúlkan með náðargjafirnar .
l Höfundur bókarinnar , Mike Carey , skrifaði sjálfur handrit myndarinnar .
l Myndin hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar og er nú tilnefnd til bresku BAFTA-verðlaunanna sem besta frumraun höfundar ( Mike Carey ) og besta frumraun framleiðanda ( Camille Gatin ), en BAFTA-verðlaunin verða afhent 12 . febrúar .
Það er hin unga Sennia Nanua sem leikur Melanie , stúlkuna með náðargjafirnar .
The Greasy Strangler Á milli feðga er oft fínt samband – eða þannig
Feðgarnir Brayden og Ronnie reka ferðamannaþjónustu í Los Angeles en lenda í innbyrðis samkeppni þegar þeir verða ástfangnir af sömu konunni .
Gagnrýnandi breska kvikmyndatímaritsins Empire tilnefndi The Greasy Strangler sem eina af bestu myndum ársins 2016 og sagði hana m . a . „ brjálæðislega ómótstæðilega og fyndna “ í ritdómi sínum . Undir þá lýsingu hafa margir tekið . Um leið verður að taka það fram að myndin er alls ekki fyrir hneykslunargjarna því hún fer á köflum langt yfir strikið í ofbeldis- , morð- og kynlífssenum , orðbragði og öllum mannasiðum ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - Empire HHHH - CineVue HHHH - The Wrap HHH1 / 2 - Playlist l Einn af aðalframleiðendum The Greasy Strangler er Elijah Wood .
Aðalhl .: Michael St . Michaels , Sky Elobar og Elizabeth De Razzo Leikstjórn : Jim Hosking Útgef .: Myndform
Grínhrollur
VOD
93 mín
10 . febrúar
Sá sem heldur því fram að feðgarnir stóri-Ronnie ( Sky Elobar ) og stóri-Brayden ( Michael St . Michaels ) séu ekki eins og fólk er flest hefur hárrétt fyrir sér .
Myndir mánaðarins 17