Into the Forest
Into the Forest
VOD
Drama / Vísindaskáldsaga
101 mín
Aðalhlutverk : Ellen Page , Evan Rachel Wood og Max Minghella Leikstj .: Patricia Rozema Útgef .: Myndform
3 . febrúar
Into the Forest
Krafturinn býr í voninni
Eftir að öll rafmagnsframleiðsla í heiminum leggst skyndilega af með tilheyrandi öngþveiti þurfa tvær ungar systur að finna leið til að komast af .
Into the Forest er í aðra röndina vísindaskáldsaga og í hina dramatísk saga af tveimur systrum , Evu og Nell , sem búa ásamt föður sínum afskekkt í jaðri skógar . Dag einn verður öll jörðin skyndilega rafmagnslaus af ókunnum ástæðum og í kjölfarið verður algjört öngþveiti þegar öll fjarskipti og almenningssamgöngur leggjast af ásamt stærstum hluta framleiðslu á nauðsynjavörum . Um leið breytist friðsælt sambýli manna í ört harðnandi lífsbaráttu sem á fljótlega eftir að taka á sig grimmilegar myndir ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - L . A . Times HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Village Voice HHH1 / 2 - RogerEbert . com HHH1 / 2 - New York Post HHH1 / 2 - Screen
l Myndin er byggð á fyrstu bók kanadíska rithöfundarins Jean Hegland , en hún kom út árið 1996 , fór á metsölulista New York Times og hefur verið þýdd á ellefu tungumál .
l Leikstjóri Into the Forest , Patricia Rozema , á að baki nokkrar góðar myndir sem hafa hlotið margvísleg verðlaun , þar á meðal myndirnar Mansfield Park , I ' ve Heard the Mermaids Singing og When Night Is Falling . Hún hefur einnig unnið mikið fyrir sjónvarp og hlaut m . a . Emmyverðlaunin fyrir tónlistarmyndina Yo-Yo Ma Inspired by Bach .
Evan Rachel Wood og Ellen Page leika systurnar Evu og Nell í Into the Forest .
Melissa McCarthy var í New York 25 . janúar að taka upp nýjustu mynd sína , Can You Ever Forgive Me , og sést hér í karakter . Ekkert hefur verið gefið upp um söguþráðinn .
Óskarsverðlaunaleikkonan Octavia Spencer hlaut á dögunum hin árlegu Hasty Puddingverðlaun leikhúsdeildar Harvard-háskóla og var eins og sjá má hæstánægð með heiðurinn .
Nicholas Hoult og Kevin Spacey voru á Sundance-kvikmyndahátíðinni 24 . janúar , en þeir leika saman í myndinni Rebel In The Rye sem fjallar um rithöfundinn J . D . Salinger .
Myndir mánaðarins 13