Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 12

The Hollars Sumir hlutir verða aldrei lagaðir
Hrói höttur - 4 . hluti Sjö nýjar teiknimyndir um Hróa hött og félaga
The Hollars – Hrói höttur
Aðalhl .: John Krasinski , Margo Martindale og Sharlto Copley Leikstjórn : John Krasinski Útgefandi : Sena
Gamandrama
VOD
88 mín
2 . febrúar
The Hollars Sumir hlutir verða aldrei lagaðir
John Hollar heldur til heimabæjar síns þegar móðir hans þarf að gangast undir skurðaðgerð og lendir um leið í uppgjöri innan fjölskyldunnar .
The Hollars er toppmynd fyrir þá sem kunna að meta fyndnar myndir um fólk og fjölskylduuppgjör þar sem ýmislegt óvænt kemur upp á yfirborðið . Leikkonan Margot Martindale fer hér á algjörum kostum í hlutverki fjölskyldumóðurinnar Sallyar sem þarf að gangast undir aðgerð vegna heilaæxlis . Af því tilefni safnast hópur ættingja og vina að sjúkrabeði hennar og um leið verður ekki hjá því komist að tala um liðna tíð og hluti sem voru annað hvort aldrei framkvæmdir eða aldrei fyllilega gerðir upp ...
Punktar ............................................................................................ HHH1 / 2 - Boston Globe HHH1 / 2 - Entertainment Weekly HHH1 / 2 - Rolling Stone HHH1 / 2 - Los Angeles Times
l Sagan og handrit myndarinnar er eftir Jim Strouse sem á m . a . að baki hinar bráðskemmtilegu myndir Lonesome Jim , Grace Is Gone og People Places Things .
l Fjöldi góðra leikara fer með stór hlutverk í The Hollars fyrir utan þau John Krasinski , Margo Martindale og Sharlto Copley í aðalhlutverkunum og má þar nefna þau Charlie Day , Richard Jenkins , Önnu Kendrick , Randall Park , Mary Kay Place og Mary Elizabeth Winstead .
l Josh Groban , sem flestir þekkja betur sem söngvara , leikur einnig veigamikið hlutverk í The Hollars .
John Krasinski bæði leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni .
Hrói höttur - 4 . hluti Sjö nýjar teiknimyndir um Hróa hött og félaga
Nýir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn í hirð hans .
Sögurnar um alþýðuhetjuna Hróa hött og alla góðu félagana hans í Skírisskógi hafa hér fengið hressilega andlitslyftingu í bráðskemmtilegum teiknimyndum þar sem hvert ævintýrið rekur annað .
Hér er um að ræða fjórða hlutann í seríunni , sjö þætti ( nr . 25 til 31 ) sem koma út á VOD-leigunum , en fyrri hlutarnir komu út í maí , júlí og október á síðasta ári og ættu enn að vera fáanlegir . Skelltu þér með í baráttuna skemmtilegu ásamt Tóka munki , Litla-Jóni og Maríu og öllum hinum bandamönnum Hróa hattar !
12 Myndir mánaðarins
100 mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Hróa hött og félaga Útgefandi : Myndform
Teiknimyndir
VOD
3 . febrúar