Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 23
Bangsi og dóttir nornarinnar
Sterkasti björn í heimi
Sögurnar um Bangsa, sterkasta björn í heimi, eru eftir sænska
rithöfundinn og teiknarann Rune Andréasson og hafa notið
mikilla vinsælda barna um árabil, bæði sem teiknimyndablöð
og sem sjónvarpsþættir allt frá 1973. Bangsi og dóttir nornar-
innar er önnur bíómyndin sem gerð er um ævintýri hans og er
hún fyrst og fremst ætluð yngsta aldurshóp áhorfenda.
Bangsi er svona sterkur vegna þess að hann borðar stundum
þrumuhunang sem amma hans útbýr handa honum. Það kemur
sér vel þegar hann lendir í glímu við hinn gráðuga Krösus Sork sem
í þetta sinn hefur komist á snoðir um gull undir stíflu nokkurri og
til að klófesta það þarf hann að sprengja stífluna með vondum
afleiðingum fyrir hin dýrin í skóginum. Bangsi er sá eini sem getur
stöðvað hann og því bregður Krösus á það ráð að fá dóttur nornar
nokkurrar í lið með sér til að plata Bangsa í burtu á meðan hann
nær í gullið. Þessa áætlun verður að stöðva og spurningin er hvort
Bangsi átti sig í tæka tíð á blekkingunni sem hann er beittur ...
Bangsi og dóttir nornarinnar
Teiknimynd
65
mín
Íslensk talsetning: Rúnar Freyr Gíslason, Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir, Örn Árnason, Laddi, Steinn Ármann Magnússon, Viktor
Már Bjarnason, Íris Tanja Flygenring, Albert Halldórsson, Hálfdán
Matthíasson o.fl. Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó,
Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 8. desember
Myndir mánaðarins
23