I , Tonya
Hneykslið sem skók íþróttaheiminn
Kvikmyndin I , Tonya , sem margir hafa þegar tilnefnt sem eina af bestu myndum ársins 2017 , segir frá þeim fræga atburði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottninguna Nancy Kerrigan í ársbyrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana .
I , Tonya , sem er eftir leikstjórann Craig Gillespie ( Lars and the Real Girl , Million Dollar Arm , The Finest Hours ) og gerð eftir handriti Stevens Rogers ( Stepmom , Kate & Leopold , P . S . I Love You ), var fumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún hlaut frábæra dóma . Þótt myndin sé sannsöguleg er hún um leið svört kómedía þar sem leikhópurinn , með þeim Margot Robbie , Sebastian Stan og Allison Janney í broddi fylkingar , þykir fara á algjörum kostum .
Rannsókn lögreglunnar á árásinni á Nancy Kerrigan leiddi fljótlega í ljós að þar hafði verið að verki maður að nafni Shane Stant og hafði hann verið ráðinn til þess af lífverði og fyrrverandi eiginmanni helsta keppinautar Nancyar , Tonyu Harding , þeim Shawn Eckhardt og Jeff Gillooly . Með árásinni vildu þeir tryggja að Nancy heltist úr leik í samkeppninni um ólympíusæti í liði Bandaríkjanna sem keppa átti á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer í febrúar þetta sama ár .
Sjálf harðneitaði Tonya að hafa komið nálægt árásinni eða vitað hvað til stæði og svo fór að þær Nancy kepptu báðar á Ólympíuleikunum enda var Nancy fljót að jafna sig . En málinu var langt frá því að vera lokið og uppákomurnar sem fylgdu urðu kostulegar ...
I , Tonya Sannsögulegt
119 mín
Aðalhlutverk : Margot Robbie , Sebastian Stan , Allison Janney , Bojana Novakovic , Caitlin Carver , Mckenna Grace , Julianne Nicholson , Paul Walter Hauser og Bobby Cannavale Leikstjórn : Craig Gillespie Bíó : Laugarásbíó , Háskólabíó , Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 8 . desember
Margot Robbie leikur titilhlutverkið í I , Tonya , skautadrottninguna Tonyu Harding , og er spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið . Þess má geta að hún leikur sjálf í öllum skautaatriðum myndarinnar .
Punktar .................................................... l Fyrir utan að fjalla um árásina á Nancy Kerrigan fá áhorfendur einnig innsýn í líf Tonyu Harding allt frá æsku þegar hún var rekin áfram af harðsvíraðri móður sinni , LaVonu Golden , sem Allison Janney túlkar af snilld . I , Tonya er mynd sem ekkert kvikmyndaáhugafólk ætti að láta fram hjá sér fara , enda frábær bíóupplifun .
Sebastian Stan leikur fyrrverandi eiginmann Tonyu , en hann átti hvað stærstan þátt í árásinni sem gerð var á Nancy Kerrigan .
Veistu svarið ? Tonya Harding sjálf á sinn þátt í myndinni en hún veitti bæði Margot Robbie og leikstjóranum Craig Gillespie upplýsingar og góð ráð við gerð hennar og var ánægð með útkomuna . En fyrir hvaða skautatæknilega afrek varð Tonya heimsfræg árið 1991 ?
Allison Janney er eins og Margot Robbie spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna , en hún leikur móður Tonyu , hina grimmúðlegu LaVonu Golden .
Hún varð fyrsta konan til að framkvæma stökk með þreföldum snúningi , svokallað „ Triple Axel “ -stökk .
22 Myndir mánaðarins