Star Wars : The Last Jedi
Finndu kraftinn
Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í átt að því að verða jedi-riddari heldur Rey á vit ævintýra ásamt Luke Skywalker , Leiu prinsessu og hinum dyggu Poe og Finn þar sem þau eiga eftir að uppgötva leyndardóm kraftsins og fortíð sem var þeim hulin .
The Last Jedi er eins og allir sjálfsagt vita áttundi kafli Star Warsævintýrsins og hefst að því er við best vitum þar sem síðasta kafli , The Force Awakens , endaði . Sú mynd sló öll fyrri aðsóknarmet Star Wars-myndanna og er í dag þriðja tekjuhæsta mynd sögunnar á eftir Avatar og Titanic . Hvort The Last Jedi eigi eftir að gera betur skal ósagt látið en það er þó margt sem bendir til að hún geri það .
Eitt af því sem gerir eftirvæntinguna mikla er að sagan í The Last Jedi er sögð taka mjög óvænta stefnu sem á eftir að koma jafnvel hörðustu aðdáendum á óvart . Við vitum ekki frekar en aðrir hvaða óvænta stefna þetta er en í frábærum stiklunum er ýmislegt gefið í skyn , þar á meðal það að Rey eigi jafnvel eftir að ganga til liðs við hin myrku öfl og snúast gegn eigin fólki . Því trúum við þó tæplega upp á hana en verðum eins og aðrir að bíða frumsýningarinnar til að uppgötva sannleikann og svarið við spurningunni sem brennur á mörgum : Hver er þessi síðasti jedi sem heiti myndarinnar vísar í ?
Star Wars : The Last Jedi Ævintýri Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
137 mín
Aðalhlutverk : Daisy Ridley , John Boyega , Mark Hamill , Adam Driver , Oscar Isaac , Domhnall Gleeson , Andy Serkis , Carrie Fisher , Kelly Marie Tran og Gwendoline Christie Leikstjórn : Rian Johnson Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Laugarásbíó , Smárabíó , Selfossbió , Eyjabíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 14 . desember
Eftir því sem við best vitum hefst myndin þar sem The Force Awakens endaði , þ . e . á eyjunni þar sem Rey hittir Luke Skywalker í fyrsta sinn .
Punktar .................................................... l Níundi og jafnframt síðasti kafli Star Wars-sögunnar er væntanlegur í desember 2019 en í maí á næsta ári , fáum við að sjá þriðju hliðarsöguna . Hún nefnist Solo : A Star Wars Story og segir eins og heitið bendir til frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker í fjórða kafla sögunnar , A New Hope .
l Aðdáendur Star Wars-myndanna þurfa þó ekki að örvænta því nýlega var tilkynnt að von væri á nýjum Star Wars-þríleik , en eftir því sem okkur skilst mun hann gerast á allt öðrum stað í óravíddum alheimsins og tengist ekki þeirri atburðarás sem við þekkjum .
l Fyrir utan þá sem tilgreindir eru í kreditlistanum hér bregður nokkrum öðrum þekktum leikurum fyrir í myndinni í misstórum hlutverkum og má þar nefna þau Benicio Del Toro , Lupitu Nyong ' o , Joseph Gordon-Levitt , Tom Hardy , Justin Theroux og Warwick Davis .
Rey ásamt tveimur af dyggustu stuðningsmönnum sínum , stormsveitarmanninum fyrrverandi Finn og Rose Tico .
Veistu svarið ? Eins og allir Star Wars-aðdáendur vita þá var hinn ógnvekjandi Svarthöfði , eða Darth Vader , fyrrverandi jedi-riddari og faðir Lukes Skywalker . En hvert var hið raunverulega skírnarnafn Svarthöfða ?
24 Myndir mánaðarins
Anakin .