Alvinnn !!! og íkornarnir Ný teiknimyndasyrpa - diskur 3
Sigurður sebrahestur Þættir 33 til 40
Alvinnn !!! og íkornarnir – Siggi sebrahestur
Alvinnn !!! og íkornarnir Ný teiknimyndasyrpa - diskur 3
Stórskemmtileg ný teiknimyndasyrpa um ævintýri sex fjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum , uppeldisföður þeirra oftar en ekki til mikillar mæðu .
Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum . Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið . Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka , þrjá stráka og þrjár stelpur . Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur . En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig : „ ALVINNN !!!“
DVD
VOD 88 mín
Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi : Myndform
Barnaefni
15 . desember
Sigurður sebrahestur Þættir 33 til 40
Þættirnir um Sigga sebrahest og félaga hafa notið mikilla vinsælda yngstu áhorfendanna og hér koma átta teiknimyndir til út á VOD-leigunum .
Siggi sebrahestur býr ásamt öllum litríku félögunum sínum á fallegri eyju þar sem ýmislegt getur komið upp á dags daglega . En forvitni Sigga og ævintýraþrá leiðir iðulega til þess að hann kemur sér í einhvers konar vanda og þá er ekki verra að eiga úrræðagóða vini sem nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að leysa allt sem upp á kemur . Um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi .
Sögurnar um Sigga sebrahest og félaga eru eftir enska barnabókahöfundinn Brian Paterson og hafa notið mikilla vinsælda allt frá því þær komu fyrst út 2002 . Hver saga er um 11 mínútur að lengd .
VOD
88 mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Sigga sebrahest og félaga hans Útgefandi : Myndform
BARNAEFNI
16 . desember
34 Myndir mánaðarins