Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 33

Blood Father Blood Father Hvað myndir þú gera til að vernda líf dóttur þinnar? Link er fyrrverandi fangi sem hefur ekki heyrt frá dóttur sinni í mörg ár. Þegar hann fréttir að hún er nú í bráðri lífshættu grípur hann til sinna ráða. Það er óhætt að segja að Mel Gibson snúi til baka af krafti í þessari hörkumynd sem hefur fengið fína dóma, ekki síst vegna stórleiks Mels í hlutverki sínu sem sagt er minna um margt á persónuna sem hann lék í Lethal Weapon-myndunum, Martin Riggs. Mel leikur hér mann sem eftir að hafa afplánað fangavist býr nú í hjólhýsi og hefur í sig og á með húðflúri. Dag einn hringir dauðhrædd dóttir hans í hann eftir að hafa flækst inn í morðmál og þar með má segja að friðurinn sé úti hjá okkar manni ... Punktar ............................................................................................ HHHH - L.A. Times HHHH - N.Y. Times HHHH - The Guardian HHH1/2 - Entertainment Weekly HHH1/2 - RogerEbert.com Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Peters Craig sem kom út árið 2005 og fékk frábæra dóma gagnrýnenda. Peter skrifar sjálfur handritið að myndinni, en sem handritshöfundur á hann einnig að baki handrit myndanna The Town og seinni tveggja Hunger Gamesmyndanna auk hinna væntanlegu stórmynda, Bad Boys 3 og Top Gun 2. l 88 VOD mín Aðalhl.: Mel Gibson, Erin Moriarty, William H. Macy og Diego Luna Leikstj.: Jean-François Richet Útg.: Sena Spennumynd 15. desember Þeir Tom Hanks og Barack Obama brostu sínu breiðasta 22. nóvember þegar sá síðarnefndi sæmdi Tom æðstu almennu orðu Bandaríkjanna fyrir framúrskarandi framlag sitt til lista. Blood Father er leikstýrt af JeanFrançois Richet sem gerði árið 2008 hina marglofuðu verðlaunamynd Mesrine um einn alræmdasta glæpamann Frakklands fyrr og síðar, Jacques Mesrine. l Bræðurnir Ben og Casey Affleck fögnuðu hvor öðrum innilega á frumsýningu nýjustu myndar Caseys í Beverly Hills, Manchester By the Sea, en Casey þykir vinna þar mikinn leiksigur. Blood Father þykir hörkugóð spennuog hasarmynd frá upphafi til enda. Þeir Legolas og Gandalf, þ.e. Orlando Bloom og Ian McKellen, hittust á ný í Old Vic-leikhúsinu í London 13. nóvember þar sem Ian var heiðraður fyrir lífsstarf sitt í leiklistinni. Myndir mánaðarins 33