Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 35
The Hollow Point – Carnage Park
The Hollow Point
Hve margt rangt þarf til að gera eitthvað rétt?
Þegar lögreglustjóri lítils landamærabæjar í Arizona er settur af vegna
afglapa í starfi er öðrum yngri manni falið embættið. Spurningin er hins
vegar ekki hvort hann eigi líka eftir að fara yfir strikið heldur hvenær.
The Hollow Point er mynd sem á skilið fulla athygli þeirra sem þola
vænan skammt af byssum, bardögum, blóði og ofbeldi, en sagan
sækir atburðarásina í raunveruleika lögreglumanna í landamærabæjum Arizona og Texas sem ætlað er að koma í veg fyrir vopnasmygl
sinna eigin landa til mexíkóskra eiturlyfjahringa. Skoðið frábæra stikluna!
Punktar ............................................................................................
HHHH - The Hollywood Reporter
The Hollow Point verður ekki
frumsýnd í kvikmyndahúsum
í Bandaríkjunum fyrr en 15.
desember og því hafa fáir
þarlendir dómar birst um hana
fyrir utan mjög lofsamleg ummæli Jonathans Holland í The
Hollywood Reporter. Þeir sem
séð hafa myndina á sérsýningum
á kvikmyndahátíðum hafa hins
vegar nánast samhljóða gefið
henni toppeinkunn og þá ekki síst
þeim Ian McShane, Patrick Wilson,
Jim Belushi og John Leguizamo
fyrir túlkun sína á einhverjum
þeim hörðustu mannlegu nöglum
sem sést hafa lengi í bíómynd.
l
VOD
97
mín
Aðalhl.: Patrick Wilson, Ian McShane og Jim Belushi
Leikstjórn: Gonzalo López-Gallego Útg.: Myndform
16. desember
Spennumynd
Ian McShane og Patrick Wilson leika
lögreglumennina tvo í The Hollow Point.
Carnage Park
Maður getur ekki alltaf valið sína eigin bardaga
Eftir að hafa framið bíræfið bankarán í smábæ í Kaliforníu flýja ræningjarnir
út í eyðimörkina og hafa með sér á flóttanum gísl sem á eftir að koma á óvart.
Carnage Park er frumleg saga og nánast hrollvekjandi á köflum auk
þess sem sumar persónur hennar eru langt frá því að vera eins og
fólk er flest. Eftir að bankaræningjarnir flýja með gísl sinn, Vivian, út í
eyðimörkina með lögregluna á hælunum kemur hún þeim á óvart
með því að flýja sjálf út í buskann. En þar með fer hún úr öskunni í eldinn ...
Punktar ............................................................................................
HHH1/2 - The New York Times
Handritshöfundur og leikstjóri
Carnage Park, Mickey Keating,
er aðeins 25 ára að aldri og
sendi frá sér sína fyrstu mynd,
hrollvekjuna The Ritual, fyrir
þremur árum. Henni fylgdi hann
eftir með vísindaskáldsögunni
Pod og síðan sálfræðitryllinum
Darling í fyrra. Óhætt er að segja
að Mickey hafi nú þegar skapað
sér sinn eigin kvikmyndastíl
sem sumir segja reyndar að sé
einhvers staðar mitt á milli þess
sem Tarantino og Coen-bræður
urðu hvað þekktastir fyrir þegar
þeir voru að hefja sinn feril. Sjáið
sjálf og dæmið sjálf.
l
VOD
81
mín
Aðalhl.: Ashley Bell, Pat Healy, James Landry Hébert og
Michael Villar Leikstj.: Mickey Keating Útg.: Myndform
Spenna/hrollur
22. desember
Vivian (Ashley Bell) lendir í vægast sagt
ótrúlegum hremmingum á flóttanum.
Myndir mánaðarins
35