Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 24

Skógargengið – Benedikt búálfur Skógargengið 4 Vantar þig aðstoð? Kallaðu þá á Skógargengið! Teiknimyndaþættirnir skemmtilegu um Skógargengið hafa náð miklum vinsældum og eru nú sýndir á um 180 sjónvarpsstöðvum um allan heim. Tölvuteiknimyndirnar um Skógargengið eru eftir þá Jean-François Tosti, David Alaux og Eric Tosti og segja frá nokkrum undarlegum dýrum sem búa í skóginum og hafa tekið upp þá iðju að bjarga öðrum úr hættu. Fremstur á meðal jafningja er Marri mörgæs sem öllu jöfnu ætti ekki að hafast við í frumskóginum en þar sem hann hefur alltaf staðið í þeirri trú að hann sé tígrisdýr þá kemur hitt af sjálfu sér. Hér er að finna átta nýja þætti um gengið sem eru hver öðrum viðburðaríkari. 8 Íslenskt tal ÞÆTTIR VOD 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Skógargengið kraftmikla sem bjargar öllu Útgefandi: Myndform Barnaefni 9. desember Benedikt búálfur Komdu með inn í álfanna heim Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson hlaut mikið lof gagnrýnenda enda um mjög metnaðarfulla leikuppfærslu að ræða sem naut mikilla vinsælda áhorfenda, seldist í yfir tíu þúsund eintökum á DVD og VHS á sínum tíma og kemur nú loksins út á VOD-leigunum. Í þessari vönduðu upptöku á Benedikt búálfi sjáum við álfa, mannabörn, dreka og aðrar furðuverur kljást um örl