Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 25
Kata og Mummi – The Duel
Kata og Mummi
Það er kominn tími til að skreppa eithvað með Mumma
Kata er fimm ára gömul stelpa sem nýtur lífsins með kanínudúkkunni
Mumma, en hann lifnar við og stækkar þegar Kata notar ímyndunaraflið.
Þættirnir um Kötu og Mumma hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi og eru fyrir
yngsta aldurshóp áhorfenda. Þeir gerast að mestu í ævintýralandinu Mummaheimi, en þangað ferðast Kata í hvert sinn sem hún glímir við eitthvert vandamál
eða þegar forvitni hennar vaknar um einhvern hlut. Í Mummaheimi lifnar Mummi
kanína nefnilega við og stækkar og saman lenda þau Kata í margvíslegum og
litríkum ævintýrum.
Í þessari fjórðu seríu þáttanna er að finna 8 ný ævintýri þessara glaðlyndu félaga
og er hver þáttur rúmlega 10 mínútur að lengd.
VOD
88
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um vinina góðu, Kötu
og Mumma Útgefandi: Myndform
9. desember
Barnaefni
The Duel
Trú er vald
Lögreglumaðurinn David er sendur til lítils bæjar við landamærin að Mexíkó
til að rannsaka dularfull mannshvörf og morð sem þar hafa verið framin.
The Duel gerist í kringum 1880 og sögusviðið er lítill landamærabær
þar sem predikari að nafni Abraham Brant virðist ráða lögum og
lofum. David fer fljótlega að gruna að mannshvörfin og morðin í
bænum séu á hans ábyrgð, en sönnunargögnin vantar og þeirra
þarf David að afla ef rannsókn hans á að skila árangri ...
Punktar ............................................................................................
Handrit myndarinnar, sem er eftir Matt Cook, var árið 2009 á svarta listanum
svokallaða yfir áhugaverðustu ókvikmynduðu handritin. Matt Cook á einnig
að baki handrit myndanna Triple 9 og Patriots Day, en síðarnefnda myndin er
væntanleg í kvikmyndahús 6. janúar og verður því kynnt í næsta blaði.
l
VOD
110
mín
Aðal.: Liam Hemsworth, Woody Harrelson og Benedict
Samuel Leikstj.: Kieran Darcy-Smith Útg.: Myndform
Vestri
9. desember
Liam Hemsworth og Woody Harrelson leika aðalhlutverkin í The Duel.
Myndir mánaðarins
25