Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 23

Marauders – Urge Marauders Því dýpra sem maður fer því hærra kemst maður Eftir ofbeldisfullt bankarán beinist grunur lögreglunnar fljótlega að eiganda bankans og félögum hans. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist. Marauders er glæpa- og hasarmynd eftir leikstjórann Steven C. Miller en hann sendi síðast frá sér myndina Extraction sem kom á VODleigurnar í júní og er einnig með Bruce Willis í einu aðalhlutverkanna. Bruce leikur hér bankastjórann Hubert sem FBI-lögreglumanninn Montgomery grunar að hafi skipulagt rán í sínum eigin banka, enda ýmislegt sem bendir til þess. En þegar annað samskonar rán er framið í öðrum banka áttar Montgomery sig á að málið er mun flóknara en hann gerði sér í hugarlund ... Punktar ............................................................................................ HHH1/2 - Chicago Sun-Times HHH - Los Angeles Times VOD 107 mín Aðalhlutv.: Bruce Willis, Christopher Meloni og Dave Bautista Leikstjórn: Steven C. Miller Útg.: Samfilm 8. desember Hasarmynd Hver er á bak við grímuna? Um það snýst rannsókn lögreglunnar í Marauders. Urge Ekkert er ókeypis Helgarskemmtun nokkurra vina breytist í martröð þegar dularfullur næturklúbbseigandi gefur þeim nýtt ofskynjunarlyf sem aðeins má taka einu sinni. Þau Joey, Theresu, Danny og Neil grunar ekki hvað bíður þeirra þegar þau ákveða að fara í óvissuferð með loforði um frábæra skemmtun yfir eina helgi. Allt byrjar þetta vel, ekki síst vegna áhrifa af nýju ofskynjunarlyfi sem þeim er gefið fyrsta kvöldið. En lyfinu fylgir sú kvöð að það má bara taka inn einu sinni og þá reglu má ekki brjóta ... Punktar ............................................................................................ Urge er fyrsta mynd Aarons Kaufman sem leikstjóra en hann hefur um árabil verið í framleiðslugeiranum og framleiddi m.a. myndirnar Machete Kills og Sin City: A Dame to Kill For eftir þá félaga Frank Miller og Robert Rodriguez. l VOD 90 mín Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Justin Chatwin og Danny Masterson Leikstj.: Aaron Kaufman Útgef.: Myndform Spennumynd 9. desember Pierce Brosnan leikur hinn dularfulla næturklúbbseiganda „The Man“ sem reynist engan veginn vera allur þar sem hann er séður í spennumyndinni Urge. Myndir mánaðarins 23