Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 25

Office Christmas Party Velkomin í jólapartý ársins! Þegar Carol, stóra systir Clays, sem jafnframt er stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, hótar að loka deild hans hjá fyrirtækinu ákveður hann, þrátt fyrir blátt bann systur sinnar, að halda jólapartý til að laða að nýjan og stöndugan viðskiptavin. Þér og öllum öðrum er boðið í geggjað jólapartý í kvikmyndahúsunum þann 7. desember þegar grínveislan Office Christmas Party verður frumsýnd á sama tíma um allan heim, en orðrómurinn sem af henni fer er að um sé að ræða einn helsta grínsmell ársins. Fjöldi þekktra leikara og tugir gesta og gangandi sleppa hér algjörlega fram af sér beislinu í hverju atriðinu á fætur öðru og láta allt vaða í beinu og réttu hlutfalli við hversu langt er liðið á samkvæmið, en það á að sjálfsögðu eftir að fara allsvakalega úr böndunum! Við skorum hér með á alla, konur og kalla, að mæta með jólaskapið í jólapartý ársins 7. desember og taka endilega með sér gesti ... Office Christmas Party Þrátt fyrir blátt bann stóru systur er Clay staðráðinn í að halda jólapartý og þau Mary, Josh og Tracey eru hæstánægð með það. Gamanmynd 105 mín Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Jason Bateman, Olivia Munn, Kate McKinnon, T.J. Miller, Courtney B. Vance, Rob Corddry og Jamie Chung Leikstjórn: Josh Gordon og Will Speck Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 7. desember Punktar .................................................... Leikstjórar myndarinnar eru þeir Josh Gordon og Will Speck, en þeir gerðu m.a. myndirnar The Switch og Blades of Glory. Höfundar sögunnar eru hins vegar þeir Dan Mazer (Borat- og Brunomyndirnar og Bridget Jones’s Baby) og þeir Jon Lucas og Scott Moore sem skrifuðu m.a. söguna í fyrstu Hangover-myndinni. l Fyrir utan alla þá þekktu leikara sem fara með stærstu hlutverkin í The Office Party eru nánast allir aukaleikarar myndarinnar meira og minna þekktir grínleikarar í bandaríska skemmtanabransanum. l Carol er langt frá því að vera ánægð með ákvarðanir bróður síns, sem jafnframt er undirmaður hennar, og hikar ekki við að sýna það í verki. Veistu svarið? Þetta er í fjórða sinn sem þau Jennfer Aniston og Jason Bateman leika saman en það gerðu þau einnig í Horrible Bosses-myndunum tveimur, The Switch árið 2010 og í mynd sem Peyton Reed leikstýrði árið 2006. Hvað heitir hún? Smám saman fer allt að sjálfsögðu úr böndunum í jólasamsætinu og hér hefur greinilega eitthvað gerst í þá áttinna. The Break-Up. Myndir mánaðarins 25