The Warrior ´ s Gate Ævintýri
The Warrior ’ s Gate
Að duga eða drepast
Jack Bronson er ungur bandarískur strákur sem lendir óvænt í því að vernda líf kínverskrar prinsessu fyrir hrottanum Arun sem ætlar að nota hana til að ná yfirráðum í Kína . Til að bjarga prinsessunni þarf Jack að ferðast langt aftur í tímann ásamt Kínverjanum Zhang og takast þar á við óvini af öðrum heimi .
The Warrior ’ s Gate er mikilfenglegt ævintýri þar sem hasar og húmor ræður för og um leið fara áhorfendur í kostulegt tímaferðalag með aðalsöguhetjunum til þess tíma þegar alls konar óvættir , risar , nornir og seiðkarlar voru uppi og réðu miklu um örlög mannfólksins ...
Jack er leikinn af Uriah Shelton og Sulin prinsessa er leikin af Ni Ni sem er nú um stundir ein vinsælasta leikkona Kínverja .
The Warrior ´ s Gate Ævintýri
Aðalhlutverk : Dave Bautista , Sienna Guillory , Uriah Shelton , Mark Chao , Ni Ni , Francis Ng , Ron Smoorenburg og Dakota Daulby Leikstjórn : Matthias Hoene Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
129 mín
Frumsýnd 9 . desember
Punktar ....................................................
l Aðalframleiðandi The Warrior ´ s Gate í samvinnu við kínverska kvikmyndaframleiðendur er Frakkinn Luc Besson sem hefur eins og flest kvikmyndaáhugafólk veit framleitt , skrifað og leikstýrt fjölmörgum þekktum og vinsælum myndum í gegnum árin . Luc er einnig höfundur þessarar sögu og skrifaði handritið í samvinnu við langtímasamstarfsmann sinn , Robert Mark Kamen , en hann á að baki handrit mynda eins og Taken-myndanna , Transporter-myndanna , Columbiana , Karate Kid-myndanna og Lethal Weapon 3 .
l The Warrior ´ s Gate var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Kína 18 . nóvember og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi , enda tilkomumikil ævintýramynd með góðum hasar og húmor , ekki síst fyrir yngri áhorfendur , þ . e . eldri en níu ára . Þess má geta að fyrirtæki Lucs Besson og kínverskir aðstandendur myndarinnar hyggjast gera saman a . m . k . tvær myndir í viðbót í svipuðum stíl .
Zhao reynist Jack sú hjálparhella sem hann þarfnast - og öfugt .
Veistu svarið ? Dave Bautista leikur hinn valdagráðuga Arun í The Warrior ’ s Gate , en Dave þekkja ofurhetjuaðdáendur m . a . úr Guardians of the Galaxy þar sem hann lék eina af aðalpersónunum . Hvað heitir sú persóna ?
The Warrior ’ s Gate gerist annars vegar í nútímanum og hins vegar á öldum áður í Kína þegar ekki var búið að sameina landið í eitt ríki .
26 Myndir mánaðarins
Drax .