Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 24
Magnus
Sagan af Magnusi Carlsen
Norski stórmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, hefur á undanförnum árum verið á meðal alsterkustu skákmanna heims og
telst jafnvel sterkasti skákmaður allra tíma eftir að hann náði
hæsta Elo-skori sem nokkur skákmaður hefur náð á ferlinum.
Það er alveg óhætt að segja Magnus Carlsen hafa verið undrabarn.
Aðeins tveggja ára að aldri var hann farinn að sýna stærðfræði og
rúmskilning langt umfram það sem gengur og gerist og fimm ára
að aldri var hann búinn að læra mannganginn í skák. Eftir það átti
skákin allan hans hug og hann var ekki orðinn gamall þegar hann
var orðinn alveg viss um að verða stórmeistari og síðan heimsmeistari í skák. Stórmeistaratitlinum náði hann síðan 2004 þegar
hann var þrettán ára og í nóvember 2013 varð hann heimsmeistari.
Í maí 2014 náði hann síðan hæsta Elo-skákstigaskori sem nokkur
maður hefur náð, eða 2.882 stigum.
Í þessari heimildarmynd Benjamins Ree og Linn-Jeanethe Kyed er
farið yfir feril Magnusar allt frá upphafi. Þess utan er kafað djúpt
ofan í hugsunarhátt hans og hætti, en Magnus hefur löngum þótt
nokkuð sérvitur og jafnvel undarlegur, a.m.k. frá sjónarhóli þeirra
sem þekkja hann ekki persónulega. Í myndinni er m.a. notast við
einkasafn Magnusar og fjölskyldu hans af myndbandsupptökum
frá lífi hans og það er óhætt að segja að þær opni á alveg nýja sýn
á þennan sérstaka mann – sem á sér óteljandi óvæntar hliðar ...
Magnus
Heimildarmynd
78
mín
Leikstjórn: Benjamin Ree Handrit: Benjamin Ree og LinnJeanethe Kyed Fram koma m.a.: Magnus Carlsen, Garry Kasparov,
Viswanathan Anand og fleiri Bíó: Háskólabíó
Frumsýnd 2. desember
Magnus Carlsen er í hugum margra sem fylgjast með skáklistinni
sterkasti skákmaður sem hefur nokkurn tíma komið fram.
Punktar ....................................................
Þegar þetta er skrifað, sunnudaginn 27. nóvember, er ein skák
eftir af einvígi þeirra Magnusar Carlsen o g Sergey Karjakin og
staðan er 5-5. Af þeim sökum gátum við ekki vitað hvor þeirra yrði
heimsmeistari þegar blaðið kæmi út – en ætlum að giska á að
Magnus hafi það sem þarf til og haldi titlinum.
l
Veistu svarið?
Þessi er bara fyrir skákfólk: Í síðustu umferð áskorendamótsins í London árið 2013 tapaði Magnus
síðustu skák sinni sem þýddi að Kramnik þurfti
bara jafntefli í sinni til að sigra á mótinu. Það tókst
honum ekki. En fyrir hverjum tapaði Magnus?
Magnus hóf taflmennskuna ungur og var ekki hár í loftinu þegar hann
var orðinn viss um að hann yrði bæði stór- og heimsmeistari í skák.
Peter Svidler.
24
Myndir mánaðarins