Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 16

Bíófréttir – Væntanlegt Þeir Owen Wilson og Ed Helm leika Reynolds-tvíburana sem komast að því að pabbi þeirra er enn á lífi, en ekki dáinn úr ristilkrabbameini eins og mamma þeirra hafði alltaf sagt þeim. Bræður munu berj ... leita að pabba sínum Í janúar bjóða kvikmyndahúsin oftar en ekki upp á skemmtilegar gamanmyndir enda nauðsynlegt fyrir fólk að lyfta sér dálítið upp og hlæja, a.m.k. nokkrum sinnum á meðan mesti vetrardrunginn gengur yfir landið. Á þessu verður engin breyting á árinu 2017 og gamanmyndir janúarmánaðar eru a.m.k. þrjár. Sú sem mestar vonir eru bundnar við að verði vinsæl er myndin Who's Your Daddy? eftir leikstjórann Lawrence Sher og handritshöfundinn Justin Malen. Þar segir frá bræðrunum Kyle og Peter sem komast að því seint og um síðir að mamma þeirra, sem Glenn Close leikur, hafði logið því að þeim að faðir þeirra væri dáinn. Í raun, þá eru allar líkur á að hann sé enn sprelllifandi. Með upplýsingar sem þeim tekst að toga út úr mömmu sinni og snúast um hvar hún hafi verið á þeim tíma sem hún varð ófrísk af þeim halda þeir á svæðið og með ljósmynd af mömmunni að vopni byrja þeir að spyrjast fyrir um hvort einhver þekki hana eða muni eftir henni. Í ljós kemur að fjöldi karlmanna man vel eftir mömmunni en enginn þeirra vill kannast við að geta verið faðirinn, enda langar fæsta til að fá þá bræður skyndilega fyrir syni. Það verður því fljótlega ljóst að til að komast að réttri niðurstöðu verða þeir Kyle og Peter að grípa til sinna ráða. Sjötta myndin væntanleg Nýjasta Underworld-myndin og sú fimmta í röðinni, Blood Wars, var forsýnd fyrir skömmu í New York að viðstöddum aðalleikurunum, þeim Kate Beckinsale og Theo James, og leikstjóranum Önnu Foerster, en Blood Wars er fyrsta bíómynd hennar í fullri lengd. Anna er samt enginn nýgræðingur fyrir aftan vélarnar því hún hefur á undanförnum árum leikstýrt nokkrum þekktum sjónvarpsþáttum og má þar nefna Criminal Minds, Army Wives og Outlander. Engin gagnrýni hefur enn birst um myndina á Metacritic þegar þetta er skrifað en samkvæmt þeim almennu áhorfendum sem hafa kunnað að meta Underworld-seríuna til þessa er Blood Wars ein sú besta af þeim, ef ekki sú besta, ekki síst fjölbreyttar tæknibrellurnar. Hins vegar kom það verulega á óvart að um leið og myndin var forsýnd tilkynntu framleiðendurnir að sjötta myndin yrði gerð og að undirbúningur að henni væri þegar hafinn. Þetta kom á óvart af þeirri einföldu ástæðu að þegar ákveðið var að ráðast í gerð Blood Wars var á aðstandendum hennar að skilja að þar með væri komið að endalokunum og að í þetta sinn yrði barist til þrautar í undirheimastríði vampíranna og varúlfanna. En nei, það er ekki svo, aðdáendum seríunnar vafalaust til ánægju, heldur verður næsta mynd að öllum líkindum frumsýnd innan þriggja ára sé mið tekið af tíðni þeirra hingað til. 24 persónur í einum og sama manninum Nýjasta mynd M. Night Shyamalan, Split, hefur fengið frábæra dóma og James McAvoy þykir vinna í henni mikinn leiksigur sem maður með 24 mismunandi persónuleika. Sá þriðji á myndinni, t.v., er framleiðandi Split, Jason Blum. 16 Myndir mánaðarins Leikstjórinn M. Night Shyamalan hefur þótt nokkuð mistækur í gegnum árin eftir að hafa byrjað ferilinn með látum með myndunum The Sixth Sense og hinni ágætu Unbroken. Eftir það hafa myndir hans fengið misjafna dóma gagnrýnenda og mismikla aðsókn þótt harðasti aðdáendahópur hans hafi alltaf kunnað að meta stíl hans. Í fyrra sendi Shyamalan frá sér þrælfína mynd, The Visit, þar sem hann sýndi kunnuglega takta og nú segja þeir sem séð hafa nýjustu mynd hans, Split, að hann hafi með henni gert sína albestu mynd síðan í byrjun ferilsins. Split segir frá manni einum, Kevin, sem reynist vera margklofinn persónuleiki, svo klofinn að í ljós kemur að innra með honum búa 24 gjörólíkar persónur á ýmsum aldri og af ýmsum kynjum og kynhneigðum. Kevin þessi er leikinn af James McAvoy sem þykir leika persónur Kevins einstaklega vel, en þess utan er fléttan í myndinni sögð tær snilld og endirinn svo óvæntur að annað eins hefur ekki sést í kvikmynd lengi. Split verður frumsýnd í janúar.