Bíófréttir – Væntanlegt
Mark Wahlberg og leikstjórinn Peter Berg hljóta að vera farnir að þekkjast nokkuð vel eftir að hafa gert þrjár myndir saman .
Aftur og nýbúnir
Þeir Mark Wahlberg og leikstjórinn Peter Berg sjást hér staddir á rauða dreglinum á AFI-hátíðinni ( AFI = American Film Institute ) 23 . nóvember þar sem þeir forsýndu nýjustu mynd sína , Patriots Day , en hún er jafnframt þriðja myndin sem þeir gera saman á eftir Lone Survivor og Deepwater Horizon sem báðar fengu mjög góða dóma . Eins og þær er Patriots
Sprengjurnar kostuðu þrjár manneskjur lífið og hátt í 300 slösuðust , margir alvarlega .
Day byggð á sönnum atburðum og í þetta sinn er viðfangsefnið sprengingarnar tvær sem urðu með skömmu millibili við endamark Boston-maraþonhlaupsins 15 . apríl 2013 og kostuðu þrjár manneskjur lífið auk þess að slasa hátt í 300 manns . Í myndinni leikur Mark lögreglumann sem tekur þátt í leitinni að hryðjuverkamönnunum sem báru ábyrgð á illvirkinu , en eins og margt fólk eflaust man var um að ræða bræður og náðist annar þeirra lifandi en hinn féll .
Það er Lewis MacDougall sem leikur hinn unga Conor í A Monster Calls en fyrir skrímslið talar Liam Neeson .
Trjáskrímslið kemur í janúar
Við höfum áður minnst á myndina A Monster Calls hér í blaðinu , en hana átti upphaflega að frumsýna í nóvember að því er við best vitum . Síðan var henni frestað fram í desember og nýlega var ákveðið að frumsýna hana frekar eftir áramót .
Það lítur hins vegar út fyrir að biðin sé þess virði því þeir sem séð hafa myndina á forsýningum hafa lokið á hana miklu lofsorði og orð eins og „ heillandi “ og „ töfrandi “ hafa verið áberandi í þeim lýsingum . Myndin , sem er byggð á verðlaunaskáldsögu Patricks Ness , er um hinn 13 ára gamla Conor sem á erfitt með að sætta sig við yfirvofandi dauða móður sinnar og fær aðstoð frá sérkennilegu tréskrímsli í mannslíki , sem heimsækir hann á nóttunni , til að horfast í augu við raunveruleikann – eða þannig . Myndinni er leikstýrt af spænska leikstjóranum J . A . Bayona og í aðalhlutverkum eru þau Felicity Jones , Lewis MacDougall , Sigourney Weaver og Toby Kebbell auk Liams Neeson sem talar fyrir skrímslið og þeir sem vilja fá forsmekkinn af því sem koma skal eru hvattir til að fletta stiklunum upp á netinu .
Næturdýrin slá í gegn
Kvikmyndin Nocturnal Animals eftir Tom Ford var upphaflega forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor og hefur síðan komið við á flestum af þekktustu og virtustu kvikmyndahátíðum Bandaríkjanna , Kanada og Evrópu og alls staðar hlotið mikla athygli og hátíðaraðsókn eftir því .
Nýlega var myndin svo loksins tekin til sýninga á almennum sýningum kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum og sumum löndum Evrópu og er skemmst frá því að segja að hún hefur fengið glimrandi góðar viðtökur almennings , er með 8 í einkunn á Imdb og 8,2 í einkunn almennra áhorfenda á Rotten Tomatoes þegar þetta er skrifað . Myndin , sem er væntanleg til Íslands eftir áramót , er dramatísk spennusaga , byggð á bókinni Tony and Susan eftir bandaríska rithöfundinn Austin Wright , og í aðalhlutverkum eru þau Amy Adams , Jake Gyllenhaal , Michael Shannon , Aaron Taylor-Johnson og Ellie Bamber , en þau sjást einmitt öll á myndinni hér fyrir ofan ásamt Tom Ford leikstjóra og framleiðandanum Robert Salerno .
Nú eru margir spáspekingar farnir að spá því að þessi mynd verði framarlega í flokki þegar Óskarsverðlaunatilnefningarnar verða opinberaðar og þykja þau Amy , Jake og Aaron öll líkleg til að hljóta tilnefningar fyrir leikinn . Það kemur allt í ljós 24 . janúar en þangað til hvetjum við kvikmyndaunnendur til að sjá þessa mynd og dæma sjálf .
Myndir mánaðarins 17