Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 17
Ronja ræningjadóttir – Robo-Dog
Ronja ræningjadóttir
Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi
Þessi 26-þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók
Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô
Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke.
Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með
bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti.
Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður
fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um-
hverfis kastalann þar sem alls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra
sínum, strák, sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar breytist allt ...
Þessi útgáfa, sem kemur út bæði á DVD-diskum og á VOD-leigunum 12. apríl, inniheldur
fyrstu fjóra þættina sem hver fyrir sig er um 25 mínútur að lengd.
DVD
VOD
100
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju
ræningjadóttur Útgefandi: Myndform
Barnaefni
12. apríl
Robo-Dog
Enginn venjulegur hundur!
Þegar hundur hins unga Tylers deyr ákveður faðir hans, sem er snjall upp-
finningamaður, að smíða handa honum vélhund sem getur ekki bara skilið
og talað mannamál heldur er að auki gæddur ýmsum óvæntum hæfileikum.
Fjölskyldumyndin Robo-Dog er ærslafullur og fjörugur farsi frá upphafi til enda
sem mun a.m.k. fá yngri áhorfendur til að skella upp úr nokkrum sinnum.
Grunnurinn að því að faðir Tylers, Tom Austin, getur smíðað vélhundinn er ný
tegund af orkugjöfum sem hann hefur fundið upp og er mörgum sinnum kraft-
meiri en venjulegar rafhlöður. Fyrir utan að gera vélhundinum kleift að tala gæðir
þessi nýi orkugjafi hann alls konar ofurkröftum og miklum hraða. En þegar gráð-
ugur auðjöfur uppgötvar vélhundinn skipar hann sínum mönnum að færa sér
hann, hvað sem það kann að kosta. Það reynist hins vegar hægara sagt en gert ...
VOD
87
mín
Aðalhlutverk: Michael Campion, Patrick Muldoon og
Olivia d'Abo Leikstjórn: Jason Murphy Útg.: Myndform
Fjölskyldumynd
13. apríl
Hinn nýi vélhundur Austin-fjölskyldunnar á eftir að reynast hið mesta þarfaþing.
Myndir mánaðarins
17