Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 18

Star Wars : The Last Jedi
Finndu kraftinn
Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í átt að því að verða jediriddari stendur Rey nú andspænis enn meiri hættum og áskorunum ásamt Luke Skywalker , Leiu prinsessu ( sem nú er reyndar hershöfðingi ) og öðrum félögum sínum í andspyrnunni við Snooke og Kylo Ren sem eru hvergi nærri að baki dottnir í áætlunum sínum um að ná endanlegum alheimsyfirráðum .
The Last Jedi er eins og allir vita áttundi kafli Star Wars-ævintýrsins og hefst nokkurn veginn þar sem síðasta kafli , The Force Awakens , endaði . Leikstjóri er Rian Johnson en hann skrifaði einnig söguþráðinn og handritið og fékk nokkuð frjálsar hendur við þá sköpun . Útkoman er að mörgu leyti óvænt og framvindan inniheldur fléttur sem ekki einu sinni hörðustu Star Wars-aðdáendur áttu von á . Af þeim sökum tíundum við atburðarásina ekki frekar hér til að skemma ekkert fyrir þeim sem eiga eftir að sjá myndina en bendum þeir sem vilja lesa söguþráðinn á t . d . Wikipediu-síðu myndarinnar .
Star Wars : The Last Jedi Ævintýri
VOD
152 mín
Aðalhlutverk : Daisy Ridley , John Boyega , Mark Hamill , Adam Driver , Oscar Isaac , Domhnall Gleeson , Andy Serkis , Carrie Fisher , Kelly Marie Tran og Gwendoline Christie Leikstjórn : Rian Johnson Útgefandi : Síminn og Vodafone
Rey ásamt tveimur af dyggustu stuðningsmönnum sínum , stormsveitarmanninum fyrrverandi Finn og Rose Tico .
Punktar .................................................... HHHHH - New York Post HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - The Guardian HHHHH - Slate HHHHH - IGN HHHHH - CineVue HHHHH - Guardian HHHHH - T . Out HHHHH - R . Ebert HHHHH - Telegraph HHHH1 / 2 - Time HHHH1 / 2 - Rolling Stone HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times
16 . apríl l Níundi og síðasti kafli Star Wars-sögunnar verður frumsýndur í desember 2019 en í maí , verður þriðja hliðarsagan frumsýnd . Hún nefnist Solo : A Star Wars Story og segir frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker í fjórða kafla sögunnar , A New Hope .
l Aðdáendur Star Wars-myndanna þurfa þó ekki að örvænta því nú hefur verið tilkynnt að von sé á nýjum þríleik í anda Star Wars-sögunnar , en hann mun gerast á allt öðrum stað í óravíddum alheimsins og tengist ekki þeirri atburðarás sem við þekkjum .
l Fyrir utan þá sem tilgreindir eru í kreditlistanum hér bregður nokkrum öðrum þekktum leikurum fyrir í myndinni í misstórum hlutverkum og má þar nefna þau Benicio Del Toro , Lupitu Nyong ' o , Joseph Gordon-Levitt , Tom Hardy , Justin Theroux og Warwick Davis .
Rey ásamt Luke Skywalker á eyjunni þar sem síðasta mynd endaði .
Veistu svarið ? Eins og allir Star Wars-aðdáendur vita þá var hinn ógnvekjandi Svarthöfði , eða Darth Vader , fyrrverandi jedi-riddari og faðir Lukes Skywalker . En hvert var hið raunverulega skírnarnafn Svarthöfða ?
18 Myndir mánaðarins
Anakin .