Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti | Page 25
7 Days in Entebbe
Ein magnaðasta hernaðaraðgerð allra tíma
Þann 27. júní 1976 var farþegaþotu Air France á leið frá Tel Aviv
til Parísar rænt með 248 farþegum innanborðs og skipuðu
flugræningjarnir flugstjóranum að fljúga vélinni til Entebbe-
flugvallar í Úganda. Það sem gerðist svo er lyginni líkast!
Það má með sanni segja að allur heimurinn hafi fylgst með atburða-
rásinni sem í gang fór eftir að vélin var lent á Entebbe-flugvellinum
í Úganda. Fljótlega varð ljóst að Idi Amin, hershöfðingi og forseti
Úganda, studdi flugræningjana, en hann var alræmdur harðstjóri
sem hafði lengi eldað grátt silfur við bæði nágrannaríki sín og vest-
ræn ríki. Margir urðu því afar fegnir þegar flugræningjarnir slepptu
mörgum af gíslum sínum en á móti kom að þeir héldu eftir öllum
sem báru ísraelskt vegabréf. Hótuðu þeir að taka þá af lífi einn af
öðrum ef ísraelska stjórnin léti ekki lausa úr haldi 40 palestínska
fanga og að 13 öðrum sem voru í fangelsi í öðrum löndum yrði líka
sleppt. Ljóst var að ekki yrði gengið að kröfum þeirra enda var það
yfirlýst stefna Ísraelsstjórnar að semja aldrei við ræningja.
Í hönd fóru nokkrir spennandi dagar sem fengu allan heiminn til að
standa á öndinni. Þann tíma notaði leyniþjónusta Ísraels til að skipu-
leggja djarfa björgunaraðgerð sem allar götur síðan hefur verið
talin eitt magnaðasta björgunar- og hernaðarafrek sögunnar ...
7 Days in Entebbe
Sannsögulegt
107
mín
Aðalhlutverk: Rosamund Pike, Daniel Brühl, Eddie Marsan, Nonso
Anozie, Ben Schnetzer, Mark Ivanir, Peter Sullivan og Natalie Stone
Leikstjórn: José Padilha Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringl-
unni, Akureyri og Keflavík ásamt Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin
Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 18. apríl
Þau Daniel Brühl og Rosamund Pike leika leiðtoga flugræningjanna,
Wilfried Böse og Brigittu Kuhlmann, en þau voru par og einhverjir
eftirlýstustu aðgerðasinnar í Evrópu á áttunda áratug síðustu aldar.
Punktar ....................................................
Myndin er byggð á bókinni Operation Thunderbolt: Flight 139 and
the Raid on Entebbe Airport, the Most Audacious Hostage Rescue
Mission in History eftir Saul David en í henni voru birtar áður leyni-
legar upplýsingar um „Operation Thunderbolt“ eins og aðgerðin
nefndist, hverjir stóðu að baki henni og hvernig hún var skipulögð.
l
Flugvél Air France stóð á Entebbe-flugvellinum í sjö daga á meðan
allur heimurinn stóð á öndinni yfir því hvað myndi gerast því ljóst var
að hvorki Ísraelar né aðrir myndu ganga að kröfum flugræningjanna.
Veistu svarið?
Spænsk-þýski leikarinn Daniel Brühl tekur gjarnan
að sér hlutverk í sannsögulegum myndum, en hann
er jafnvígur á þýsku, spænsku, frönsku, portúgölsku
og ensku. Í hvaða sannsögulegu mynd sem kom út á
síðasta ári lék hann þýska liðsforingjann Lutz Heck?
Sá sem fór fyrir björgunarsveit Ísraela var Yonatan Netanyahu og
var hann jafnframt sá eini af ísraelsku hermönnunum sem lét lífið
í aðgerðinni. Yonatan var eldri bróðir Benjamins Netanyahu.
The Zookeeper’s Wife.
Myndir mánaðarins
25