Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti | страница 24

The Strangers : Prey at Night Tryllir
The Strangers : Prey at Night
Flótti er ekki valkostur
Þeir sem kunna að meta æsispennandi myndir með hrollköldu ívafi og hrökkatriðum ættu að merkja við föstudaginn 13 . apríl þegar tryllirinn The Strangers : Prey at Night verður frumsýndur .
The Strangers : Prey at Night er eftir Johannes Roberts sem sendi síðast frá sér hákarlatryllinn 47 Meters Down . Myndin segir frá fjögurra manna fjölskyldu sem er á ferðalagi og hefur fengið vilyrði frá ættingjum sínum um að gista eina nótt í bústað þeirra sem stendur á afskekktum stað . Það fyrsta sem þau taka eftir við komuna þangað er að einhver virðist búa nú þegar í bústaðnum þótt sá sé hvergi sýnilegur . Hjónin og börn þeirra tvö ákveða að sjá hvað verða vill en eftir að hafa hreiðrað um sig uppgötva þau – allt of seint auðvitað – að þau eru gengin í sannkallaða dauðagildru ...

The Strangers : Prey at Night Tryllir

90 mín
Aðalhlutverk : Christina Hendricks , Bailee Madison , Emma Bellomy , Martin Henderson , Damian Maffei , Lewis Pullman , Lea Enslin , Preston Sadleir og Leah Roberts Leikstjórn : Johannes Roberts Bíó : Smárabíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 13 . apríl
Það hvarflar auðvitað ekki að hjónunum Mike og Cindy hvað nóttin í bústaðnum sem þau ætla að gista í muni bera í skauti sér . Martin Henderson og Christina Hendricks í hlutverkum sínum í myndinni .
Punktar .................................................... l The Strangers : Prey at Night er endurgerð myndarinnar The Strangers sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Bryan Bertino sendi frá sér árið 2008 . Myndin er samt ekki alveg bein endurgerð enda hefur verið bætt inn í hana fleiri persónum og sögufléttum en voru í upprunalegu myndinni . Þess má geta að sagan er að hluta til byggð á sönnum atburðum og reynslu sem Bryan Bertino varð sjálfur fyrir þegar hann gisti í samskonar húsnæði og sögupersónur hans og fékk heimsókn innbrotsþjófa . Sú heimsókn hafði að vísu ekki jafnalvarlegar afleiðingar fyrir hann og persónur myndarinnar !
Í myndinni eru áhorfendur hreinlega settir í spor fórnarlambanna sem hafa um ekkert að velja nema berjast fyrir lífi sínu .
Veistu svarið ? Sá sem leikur son hjónanna í myndinni , Lewis Pullman , er sonur Bills Pullman . Lewis , sem er rétt að hefja leikferilinn , lék einmitt ásamt föður sínum í mynd sem kom út á VOD í síðasta mánuði og fjallaði um frægt tenniseinvígi . Hvaða mynd ?
Þessir skuggalegu þremenningar koma mikið við sögu í myndinni .
24 Myndir mánaðarins
Battle of the Sexes .