Menningarlegt heimsveldi-Ameríska öldin Júní, 2014 | Page 4

Banda-ríkin eru sterkt menningar-legt heimsveldi, með áhrif sem eiga sér ekki hliðstæðu í heiminum".

Það sama á sér stað í kvikmyndum, hver bandaríska kvikmyndin á fætur annari slær aðsóknarmet um allan heim og miklir peningar eru í iðnaðinum. Fólk vill gjarnan lifa eins og uppáhalds persónan sín úr sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum og fólki dreymir um að lifa hina ýmsu söguþræði úr kvikmyndum. Bandaríkin eru sterkt menningarlegt heimsveldi, með áhrif sem eiga sér ekki hliðstæðu í heiminum.

Tónlistarstraumar úr ýmsum áttum koma hingað til lands og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum. Tónlistin sameinar mismunandi menningarheima og lönd og því má oft sjá líkindi milli landa vegna tónlistar, t.d. að ákveðin hegðun, fatastíll eða andlitsförðun verði vinsæl vegna hljómsveitar eða tónlistarmanns.