Seinni heimsstyrjöldin braut í sundur Evrópu en ruddi leiðina fyrir Bandaríkin til valda. Bandaríkin fóru í aukna framleiðslu, styrktu bönd sín við aðrar þjóðir og hlutu virðingu fyrir þátt þeirra í styrjöldinni. Fyrir það var þjóðin heldur einöngruð sem tók ekki þátt í deilum milli Evrópuþjóða. Eftir styrjöldina voru flestar þjóðir Evrópu skuldugar Bandaríkjunum á einn eða annan hátt. Margar þjóðir þáðu Marshall-aðstoðina og margar fengu vistir og vopn á meðan styrjöldinni stóð. Bandaríkjamenn urðu með þessu umsvifameiri og valdamiklir. Í gegnum tíðina hafa Bandaríkjamenn tryggt sér valdamiklar stöður innan stofnanna líkt og NATO, SEATO og Sameinuðu þjóðanna. Eftir styrjöldina hóf landið mikinn útflutning í gegnum löndin og til landa sem voru því skuldug. Bandaríkin fóru fljótt að líta á sig sem „stóra bróður” annarra landa og litu á sig sem einskonar verði lög og reglu í heiminum. Bandaríkin hafa því risið upp sem stórveldi vegna staðsetningar sinnar, hernaðarbrölts, auðlinda og áhrifa sem þau hlotnuðust eftir styrjöldina.
Bandaríkin, í hlutverki alheimslögreglu, hafa gert mistök ásamt því að hafa gert töluvert gagn í heiminum. Þegar mannréttindabrot, stíðsástand eða kúgun þegna á sér stað eru Bandaríkin ekki langt undan og virðast oft vera vægðarlaus í leit sinni eftir réttlæti. Þó hafa Bandaríkin hlotið mikla gagnrýni á þeim grundvelli að landið hjálpi aðeins þeim sem gagnist þeim, t.d. vegna auðlinda, staðsetningu eða viðskipta. Þessi ofurþjóð á sviði hernaðar eyðir mun meira í rekstur hersins heldur en nokkuð annað land í heiminum og eru heldur gjörn til stríðs og hlerana. Því eru skiptar skoðanir um ágæti þess að hafa Bandaríkin í þessu hlutverki en þó er augljóst að því verður að sinna.