Menning Bandaríkjana er fjölskrúðug og hún greinir sig frá öðrum menningum á sviðum tónlistar, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Margar þjóðir fylgja fordæmi Bandaríkjana þegar kemur að tísku, tónlist, kvikmyndum og almennri menningu. Hinn vestræni heimur er þó mest í því, þó það megi finna leifar af Bandarískri menningu á hinum ótrúlegustu stöðum, t.d. í Kóreu. Margar þjóðir eða menninngarhópar víðsvegar um heiminn hafa orðið helteknar af bandarískri menningu og að hugtakið um Ameríska drauminn (the American dream) hafi gefið mörgum falskar vonir um betra líf í Bandaríkjunum.